Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Jafnlaunastaðall: II. Gæðastjórnun og skjölun

Verð 24.800 kr.

Fös. 24. sept. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Þorgerður Magnúsdóttir, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.

Þess er krafist í staðlinum að fyrirtæki og stofnanir skilgreini og skjalfesti jafnlaunakerfi sitt og jafnlaunastefnu. Lögð er áhersla á skráningu og rekjanleika þeirra upplýsinga sem þörf er á til að staðfesta launajafnrétti kynja við vottun. Það er mikilvægt að verklag og aðferðir gefi greinargóða mynd af launamyndun og að hægt sé að vísa í skjalfest gögn þessu til stuðnings.

Á námskeiðinu er fjallað almennt um gæðastjórnun í tengslum við ávinning af innleiðingu skjalastjórnar á vinnustað. Fjallað er stuttlega um uppbyggingu gæða- og skjalastjórnunarkerfa og lykilatriði staðla og reglugerða. Farið er yfir kröfur jafnlaunastaðalsins og skráningu gagna í rafræn skjalastjórnunarkerfi.

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa grunnþekkingu á því hvernig eigi að skjalfesta jafnlaunakerfi á vinnustað.

Á námskeiðinu er fjallað um

Samspil skjalastjórnar og gæðastjórnunar.
Staðla- og regluumhverfi skjalastjórnar.
Skjalfesting jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfa.
Kröfur og verklagsreglur jafnlaunastaðalsins.
Skipulagning verklags í skjalastjórn. − Uppbygging ferla og gerð verklagsreglna.
Flokkunarkerfi og aðgangsstýringar.
Rýni og úttektir á verklagi.
Skráning og skjölun í rafræn kerfi.

Ávinningur þinn

Að þekkja kröfur jafnlaunastaðalsins um skjalfestingu.
Að öðlast skilning á samspili gæðastjórnunar og skjalastjórnar.
Að hljóta innsýn í almennar kröfur um skjalastjórnun, helstu löggjöf, staðla og stefnur.
Að öðlast grunnfærni í að skjalfesta jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur eru beðnir um að hafa fartölvu meðferðis.

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.

Ef farið er á öll fimm námskeiðin í þessari námskeiðseríu á sama misseri er boðið upp á 20% afslátt af öllum námskeiðum. Afsláttur veitist af fimmta námskeiðinu sem tekið er á misserinu.

SKOÐA ÖLL NÁMSKEIÐIN HÉR

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Þorgerður Magnúsdóttir, MIS í upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum hjá skipulagsheildum, 2009 og B.ed frá KHÍ 1999. Hún starfar sem gæða- og skjalastjóri hjá Sjóvá.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jafnlaunastaðall: II. Gæðastjórnun og skjölun

Verð
24800

<span class="fm-plan">Meginmarkmi&eth; jafnlaunavottunar er a&eth; vinna gegn kynbundnum launamun og stu&eth;la a&eth; jafnr&eacute;tti kynjanna &aacute; vinnumarka&eth;i. Jafnlaunavottun var l&ouml;gfest &iacute; j&uacute;n&iacute; 2017 me&eth; breytingu &aacute; l&ouml;gum um jafna st&ouml;&eth;u og jafnan r&eacute;tt kvenna og karla. Samkv&aelig;mt l&ouml;gunum skal jafnlaunavottun byggjast &aacute; Jafnlaunasta&eth;linum &Iacute;ST 85.</span>