Fjarnámskeið

Jafnlaunastaðall III: Gerð verklagsreglna og annarra skjala í gæðakerfum

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 31. janúar
Almennt verð 29.400 kr. 26.700 kr.

Fös. 10. feb. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Guðmundur S. Pétursson, tæknifræðingur og ráðgjafi í gæða-og öryggismálum

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.

Skipulag og framsetning skjala í gæðakerfum er mikilvæg. Verklagsreglur, vinnulýsingar, gátlistar og eyðublöð eru skjalaform sem þekkt eru í gæðakerfum og gegna mikilvægum hlutverkum í framsetningu og skipulagi gæðastjórnunar.

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á gerð verklagsreglna en einnig verður farið inn á hvernig best er að setja upp önnur skjöl gæðakerfis s.s. vinnulýsingar, eyðublöð og gátlista. Fjallað verður um það hvers vegna uppsetning þessara skjala þarf að vera með ákveðnum hætti og skýrð út sérstaða þessara skjala í skjalakerfum fyrirtækja.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvernig á að setja upp verklagsreglur þannig að framsetningin verði hnitmiðuð og skýr.
Hvað þarf að koma fram í verklagsreglum og hvers vegna.
Hvernig er best að setja önnur skjöl upp, þannig að virkni þeirra verði eins og til er ætlast.
Þær reglur sem gæðakerfin kalla eftir í skráningu og uppsetningu á þeim skjölum sem nauðsynleg eru í virku gæðakerfi.
Hvernig hægt er að verða við þessum kröfum í hvaða gagnabrunni (gæðakerfi) sem er.

Ávinningur þinn

Að öðlast færni til að setja fram verklagsreglur með þeim hnitmiðuðu lýsingum sem þurfa að koma fram í verklagsreglum.
Að fá skilning á skjölum í gæðakerfum.
Að öðlast skilning á því, með hvaða hætti skjöl gæðakerfis eru frábrugðin öðrum almennum skjölum.
Að geta að námskeiði loknu, sett fram verklagsreglu í hvaða gæðakerfi sem er.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Nánar um kennara

Guðmundur S. Pétursson, tæknifræðingur og ráðgjafi í gæða-og öryggismálum. Guðmundur starfar sem sjálfstæður ráðgjafi í gæða-, umhverfis- og öryggismálum. Hann hefur starfað við gæðamál yfir 20 ár, lengst af sem gæðastjóri. Guðmundur hefur mikla reynslu af uppbyggingu gæðakerfa og innleiðingu krafna hina ýmsu staðla. Hann hefur einnig mikla reynslu af rekstri gæðakerfa og viðhaldi þeirra. Hann var gæðastjóri Tollstjóra þegar kröfur IST 85 Jafnlaunakerfi voru innleiddar þar og starfsemi Tollstjóra varð fyrst stofnana til að fá vottun á jafnlaunakerfi samkvæmt IST 85.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.

Ef farið er á öll fimm námskeiðin í þessari námskeiðseríu á sama misseri er boðið upp á 20% afslátt af öllum námskeiðum. Afsláttur veitist af fimmta námskeiðinu sem tekið er á misserinu.

SKOÐA ÖLL NÁMSKEIÐIN HÉR

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jafnlaunastaðall III: Gerð verklagsreglna og annarra skjala í gæðakerfum

Verð
29400

<span class="fm-plan">Meginmarkmi&eth; jafnlaunavottunar er a&eth; vinna gegn kynbundnum launamun og stu&eth;la a&eth; jafnr&eacute;tti kynjanna &aacute; vinnumarka&eth;i. Jafnlaunavottun var l&ouml;gfest &iacute; j&uacute;n&iacute; 2017 me&eth; breytingu &aacute; l&ouml;gum um jafna st&ouml;&eth;u og jafnan r&eacute;tt kvenna og karla. Samkv&aelig;mt l&ouml;gunum skal jafnlaunavottun byggjast &aacute; Jafnlaunasta&eth;linum &Iacute;ST 85.</span>