Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Stað- og fjarnámskeið

Forysta í heilbrigðisþjónustu

HJÚ258F
Umsóknarfrestur til og með 20. janúar 2022 Verð 79.000 kr.

Velkomin á nýja heimasíðu! | Ef einhverjar spurningar vakna má senda okkur fyrirspurn í gegnum endurmenntun@hi.is

Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2022.
Kennt verður á mánudögum kl. 9:10 - 14:50. 24. janúar (á zoom), 7. febrúar (staðkennsla), 7. mars (staðkennsla) og 4. apríl (á zoom), auk staðlotu með nemendum og kennurum frá University of Minnesota er 17. - 20. maí.

32 klst.

Helga Bragadóttir, prófessor

Eirberg við Eiríksgötu - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.

Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.

Námskeiðið er á framhaldsstigi og jafngildir námskeiði á meistarastigi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það má fá metið til MS-prófs við Hjúkrunarfræðideild HÍ sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðsins. Hluti námskeiðsins er í samstarfi við nemendur og kennara í framhaldsnámi (Doctor of Nursing Practice) við University of Minnesota School of Nursing.
Endurmenntun HÍ sér um skráningu nemenda sem ekki eru skráðir í nám í HÍ. Námskeiðið er til 6 ECTS eininga.

Fyrirkomulag:
Staðlotur og vefkennsla.

Hæfniviðmið

Við lok námskeiðs getur nemandi
· gert grein fyrir helstu hugmyndafræði, kenningum og líkönum forystu- og leiðtogafræðanna
· lýst hlutverki leiðtoga og áhrifaþáttum þess í heilbrigðisþjónustu
· gert grein fyrir því hvað felst í kerfishugsun, hnattrænni nálgun og menningarnæmi
· beitt sér sem leiðtogi í heilbrigðisþjónustu, staðbundið og hnattrænt
· lagt fram rökstudda skapandi aðgerðarátælun um forgangsmál heilbrigðisþjónustunnar sem krefjast forystu hans í samstarfi við aðra

Kennslutilhögun
Kennt verður á mánudögum kl. 9:10 - 14:50. 24. janúar (á zoom), 7. febrúar (staðkennsla), 7. mars (staðkennsla) og 4. apríl (á zoom), auk staðlotu með nemendum og kennurum frá University of Minnesota er 17. - 20. maí.

Forkröfur
Inntökuskilyrði er BS próf á heilbrigðissviði eða hjúkrunarpróf. Þeir nemendur sem eru skráðir í framhaldsnám í Háskóla Íslands greiða ekki námskeiðsgjald. Umsóknum ber að skila til Endurmenntunar fyrir lok umsóknarfrests (sjá nánar á vef Endurmenntunar) og skal fylgja staðfesting á BS prófi, hjúkrunarprófi eða íslensku hjúkrunarleyfi / starfsleyfi.
Góð undirstöðuþekking í ensku er nauðsynleg.

Námsmat
Verkefni sem þjálfa fræðilega og hagnýta hæfni nemenda á viðfangsefninu.
Gerð er krafa um a.m.k. 80% mætingu og fer hluti námsmats fram í kennslustundum.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ

Sjá stundatöflu á heimasíðu Hjúkrunarfræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Forysta í heilbrigðisþjónustu

Verð
79000

<span class="fm-plan">&Aacute; s&iacute;&eth;ustu &aacute;rum hafa or&eth;i&eth; miklar breytingar &aacute; starfsumhverfi heilbrig&eth;isstofnana sem gerir auknar kr&ouml;fur til hj&uacute;krunarfr&aelig;&eth;inga og annarra heilbrig&eth;isstarfsmanna um f&aelig;rni &iacute; lei&eth;togahlutverkinu, hvort heldur er &iacute; kl&iacute;n&iacute;sku starfi, vi&eth; stj&oacute;rnun e&eth;a kennslu. N&aacute;mskei&eth;inu er &aelig;tla&eth; a&eth; b&uacute;a nemendur undir forystuhlutverk &iacute; starfi.</span>