Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Ráðgjöf um getnaðarvarnir

(LJÓ109F)
Verð 85.000 kr.

Lotukennsla verður vikuna 27. - 30. sept. Kennt er að jafnaði frá 08:20-14:00/14:50. Fræðilegi hluti námskeiðsins er kenndur í 4ra daga lotu og lýkur með prófi. Klíníski hluti námskeiðsins nær til loka misseris. Sjá nánar á heimasíðu Hjúkrunarfræðideildar undir stundatöflur.

24 klst.

Umsjónarkennarar: Sóley Sesselja Bender, prófessor og Hildur Sigurðardóttir, lektor

Eirberg við Eiríksgötu - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Almenn umfjöllun er um lög og reglur varðandi lyfjaávísanir og ábyrgðarskyldu heilbrigðisstarfsmanna. Farið er í lyfjafræði hormónagetnaðarvarna út frá áhrifum þeirra á líkamann og milliverkun lyfja. Gerð er grein fyrir helstu frábendingum getnaðarvarna og hvað skuli varast við ávísun þeirra.

Lögð er áhersla á heilsufarssögu og fleiri áhrifaþætti (viðhorf, þekkingu, reynslu...) er varða upplýsta ákvörðun um val á getnaðarvörnum. Fjallað er um verkun prógesteróns og estrógens á líkamann, gerður samanburður á samsettum getnaðarvörnum og prógesterón getnaðarvörnum , kostum þeirra, aukaverkunum og meðhöndlun þeirra.Nemendur fá þjálfun í ráðgjöf um getnaðarvarnir þar sem að miklu leiti er byggt á klínískum tilfellum. Þeir æfa sig við að beita aðferðum sem geta skipt sköpum til að ná árangri með ráðgjöfinni og stuðlað getur að markvissri notkun getnaðarvarna. Fjallað er um mismunandi áherslur viðtala eftir sérhópum. Fram fer sýnikennsla í uppsetningu á hormónastaf og lykkju. 

Undanfarar / Forkröfur:
Hafa starfsleyfi sem ljósmóðir.


Sjá kennsluskrá hér:
Kennsluskrá

Sjá stundatöflu hér:
Stundatafla

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ráðgjöf um getnaðarvarnir

Verð
85000

<span class="fm-plan">Almenn umfj&ouml;llun er um l&ouml;g og reglur var&eth;andi lyfja&aacute;v&iacute;sanir og &aacute;byrg&eth;arskyldu heilbrig&eth;isstarfsmanna. Fari&eth; er &iacute; lyfjafr&aelig;&eth;i horm&oacute;nagetna&eth;arvarna &uacute;t fr&aacute; &aacute;hrifum &thorn;eirra &aacute; l&iacute;kamann og milliverkun lyfja. Ger&eth; er grein fyrir helstu fr&aacute;bendingum getna&eth;arvarna og hva&eth; skuli varast vi&eth; &aacute;v&iacute;sun &thorn;eirra.</span>