Staðnámskeið

Rammasamningar

Verð 34.400 ISK
Nýtt

Þri. 28. mars kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Dagmar Sigurðardóttir, lögmaður og eigandi á lögfræðistofunni Lagastoð og Hildur Georgsdóttir, aðallögfræðingur Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um mismunandi tegundir rammasamninga samkvæmt lögum um opinber innkaup og reglugerðir á sviði opinberra innkaupa. Það eru rammasamningar ríkisins, rammasamningar eins eða fleiri kaupenda og rammasamningar þar sem seljendur eru einn eða fleiri. Einnig verður fjallað um innkaup innan rammasamninga, þ.e. bein innkaup eða innkaup með örútboðum. Þá verður fjallað um úrskurði kærunefndar útboðsmála um rammasamninga og örútboð auk íslenskra dóma og dóma Evrópudómstólsins.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur þekki meginþætti laga um opinber innkaup og verður sérstaklega fjallað um úrskurði kærunefndar útboðsmála og dóma innlendra dómstóla og Evrópudómstólsins um rammasamninga. Að lokum verður boðið upp á svör við spurningum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Áhrif rammasamninga á markaðinn og samkeppni. 
Kosti og ókosti rammasamninga.
Hvenær rammasamningur er fullnýttur og því ekki heimilt að framlengja.
Rammasamninga sem stýritæki hins opinbera í átt að umhverfisvernd og nýsköpun.
Undirbúning og mat á hagkvæmni rammasamninga og skuldbindingargildi þeirra.
Mismunandi tegundir rammasamninga um vörur, þjónustu eða verk; rammasamninga ríkisins/Ríkiskaupa, almenna rammasamninga, hlutaskiptarammasamninga, rammasamninga út frá fjölda seljenda og einkaréttarrammasamninga.
Innkaup innan rammasamninga þar sem samkeppni er ekki lokið.
Örútboð og framsetningu á valforsendum í útboði á rammasamningum.

Ávinningur þinn

Almenn þekking á hvernig rammasamningar virka.
Þekking á hvernig skal bera sig að við innkaup.
Þekking á hvað þarf að hafa í huga við útboð á rammasamningum og hvernig mismunandi aðferðir gagnast kaupendum.

Fyrir hverja

Námskeiðið gagnast vel starfsmönnum hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem koma að opinberum innkaupum, þ.e. forstjórum, innkaupafulltrúum, fjármálastjórum, innkaupastjórum, sveitastjórum og fleiri aðilum sem ráðstafa opinberu fé.

Einnig starfsmönnum fyrirtækja sem annast tilboðsgerð eða starfsmönnum ráðgjafarfyrirtækja sem aðstoða fyrirtæki við tilboðsgerð, t.d. verkfræðingum.

Þá er námskeiðið gagnlegt fyrir lögfræðinga sem vinna að kæru- eða dómsmálum á sviði opinberra innkaupa.

Nánar um kennara

Dagmar Sigurðardóttir er lögmaður og eigandi á lögfræðistofunni Lagastoð. Hún var sviðsstjóri lögfræðisviðs Ríkiskaupa 2013-2020 og hefur því yfirgripsmikla reynslu af opinberum innkaupum, útboðum og samningagerð. Hún hefur einnig starfað sem sérfræðingur á sviði almannavarna í dómsmálaráðuneytinu og var lögmaður Landhelgisgæslunnar um 12 ára skeið. Dagmar hefur tekið þátt í erlendu samstarfi um opinber innkaup, setið í starfshópi á vegum fjármálaráðuneytis sem vann að frumvarpi núgildandi laga um opinber innkaup og hefur haldið erindi, námskeið og fræðslufundi um opinber innkaup bæði erlendis og hérlendis t.a.m. hjá Endurmenntun, Stofnun stjórnsýslufræða, Lögmannafélagi Íslands og á vegum Ríkiskaupa. Dagmar lauk cand juris prófi frá HÍ 1994 og meistaranámi í sjávarútvegsfræðum frá lagadeild HÍ 2005. Hún hlaut lögmannsréttindi árið 2000.

Hildur Georgsdóttir er aðallögfræðingur Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna. Hún starfaði sem lögmaður hjá Ríkiskaupum á árunum 2012-2020. Þar áður var hún löglærður fulltrúi hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Hildur hefur tekið þátt í erlendu samstarfi um opinber innkaup, komið að gerð frumvarps til laga um opinber innkaup, sótt fjölda mörg námskeið erlendis um opinber innkaup og hefur sinnt kennslu og haldið fræðslufundi um opinber innkaup hér á landi. Hildur sinnir starfi stundakennara við lagadeild Háskólans í Reykjavík og kennir þar opinber innkaup í meistaranáminu. Hildur hefur jafnframt sinnt prófdæmingu í meistararitgerðum við lagadeild HÍ og Háskólans á Bifröst. Hildur lauk meistaraprófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík í janúar 2011. Hún hlaut lögmannsréttindi árið 2015.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Rammasamningar

Verð
34400

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fjalla&eth; um mismunandi tegundir rammasamninga samkv&aelig;mt l&ouml;gum um opinber innkaup og regluger&eth;ir &aacute; svi&eth;i opinberra innkaupa. &THORN;a&eth; eru rammasamningar r&iacute;kisins, rammasamningar eins e&eth;a fleiri kaupenda og rammasamningar &thorn;ar sem seljendur eru einn e&eth;a fleiri.&nbsp;Einnig ver&eth;ur fjalla&eth; um innkaup innan rammasamninga, &thorn;.e. bein innkaup e&eth;a innkaup me&eth; &ouml;r&uacute;tbo&eth;um.&nbsp;&THORN;&aacute; ver&eth;ur fjalla&eth; um &uacute;rskur&eth;i k&aelig;runefndar &uacute;tbo&eth;sm&aacute;la um rammasamninga og &ouml;r&uacute;tbo&eth; auk &iacute;slenskra d&oacute;ma og d&oacute;ma Evr&oacute;pud&oacute;mst&oacute;lsins.</span>