Fjarnámskeið

Að skara fram úr í atvinnuleit

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 12. september
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.

Fim. 22. og fös. 23. sept. kl. 9:00 - 11:00

4 klst.

Einar Sigvaldason, MBA, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi hjá Senza Partners

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir allt það helsta sem hafa ber í huga við atvinnuleit: andlega hlutann, lífssögu þína, hvert stefnirðu og hvað hefurðu fram að færa. Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf, allt um viðtalið bæði fyrir og eftir og hvar og hvernig er best að leita að starfi.

Námskeiðið sem er haldið í tvö skipti miðar að því að kynna fyrir þátttakendum það helsta sem hafa ber í huga við atvinnuleit.

Dagur 1

Undirbúningur fyrir atvinnuleit, s.s. sjálfsmat m.t.t. styrkleika og veikleika

- Hver er lífssaga þín?
- Hvað viltu fá út úr lífinu núna?
- Hvert stefnirðu? Hvernig tengist það atvinnuleitinni?
- Hvaða hæfileikum býrðu yfir, í hverju ertu góð(ur)?
- Í hvers konar starfsumhverfi langar þig til að starfa?
- Gætirðu hugsanlega stofnað rekstur?
- Hverjir myndu kaupa framlag þitt, þjónustu eða vöru?

Ferilskrá og kynningarbréf
- Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf?
- Hvernig á að gera óformlegt kynningarbréf eins og tölvupóst, hvenær á að nota það?

Heimavinna
Búa til eða uppfæra eigin ferilskrá og kynningarbréf.

Dagur 2

Farið yfir heimavinnu þátttakenda frá degi 1
- Ef einhver vill sýna afrakstur sinn þá verður farið yfir það með þátttakendum.
- Spurningar og helstu vandamál sem fólk lenti í við heimavinnuna.

Viðtalið, hvar er best að leita að vinnu, samantekt.
- Viðtalið: Hvað má segja og hvað ekki?
- Viðtalið: Undirbúningur - sjálft viðtalið - eftirfylgni.
- Hvar er best að leita að starfi? Tengslanet - atvinnumiðlanir - auglýsingar.
- Samantekt námskeiðs.
- Hvaða 1-2 aðgerðarpunkta má framkvæma strax í dag sem eykur líkur á að landa tilboði?

Á námskeiðinu er fjallað um

Andlega hlutann, lífssögu þína.
Hvert stefnirðu og hvað hefurðu fram að færa.
Hvernig á að gera ferilskrá og kynningarbréf sem eru áhugavekjandi.
Ráð til að þróa með sér meiri sannfæringarkraft í atvinnuleitinni.
Allt um viðtalið bæði fyrir og eftir.
Hvar og hvernig er best að leita að starfi.

Ávinningur þinn

Þú færð betri sýn á hvert þú vilt stefna í atvinnuleitinni.
Betri ferilskrá og kynningarbréf.
Betur undirbúin/n fyrir viðtal.
Betra sjálfsöryggi við atvinnuleit.
Von okkar er að þetta leiði til atvinnutilboðs sem fyrst.

Fyrir hverja

Fyrir alla sem vilja styrkja sig í atvinnuleit.

Nánar um kennara

Einar Sigvaldason er stjórnendaþjálfi og ráðgjafi hjá Senza Partners. Einar hefur lokið MBA gráðu frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og er auk þess viðskiptafræðingur úr HÍ og löggiltur verðbréfamiðlari. Einar starfaði 15 ár í nýsköpun á Íslandi og í San Francisco, sem framkvæmdastjóri og meðstofnandi þriggja sprotafyrirtækja á hugbúnaðarsviði og í 7 ár sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum, m.a. við ráðgjöf í atvinnuleit og gerð ferilskráa og kynningarbréfa.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Að skara fram úr í atvinnuleit

Verð
32900

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; yfir allt &thorn;a&eth; helsta sem hafa ber i&#769; huga vi&eth; atvinnuleit: andlega hlutann, l&iacute;fss&ouml;gu &thorn;&iacute;na, hvert stefnir&eth;u og hva&eth; hefur&eth;u fram a&eth; f&aelig;ra. Hvernig &aacute; a&eth; gera &aacute;hugavekjandi ferilskr&aacute; og kynningarbr&eacute;f, allt um vi&eth;tali&eth; b&aelig;&eth;i fyrir og eftir og hvar og hvernig er best a&eth; leita a&eth; starfi.</span>