Staðnámskeið

Excel - grunnatriði

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 10. september
Almennt verð 21.900 kr. 19.900 kr.

Þri. 20. sept. kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Oddur Sigurðsson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Excel töflureiknirinn er eitt vinsælasta og mest notaða tölvuforrit í heiminum í dag. Excel er forrit sem notað er til að vinna með tölur og framkvæma útreikninga. Með Excel er hægt að skipuleggja stór söfn upplýsinga og setja fram á myndrænan hátt. Á þessu námskeiði er farið í grunnatriði þessa vinsæla forrits.

Á námskeiðinu er fjallað um

Forritið, rætt um möguleika þess og farið yfir forritagluggann.
Grunnatriði útreikninga í Excel.
Grunnatriði útlitsmótunar.
Aðgerðirnar Röðun og Filter.
Einfaldar innbyggðar formúlur eins og AutoSum, Average, Max og Min.
Kynnt verða grunnatriði í myndritagerð.

Ávinningur þinn

Eftir námskeiðið ætti fólk að vita út á hvað Excel gengur og geta nýtt sér grunnatriði þess.

Fyrir hverja

Fyrir þá sem ekkert hafa unnið á Excel en vilja kynnast og taka fyrstu skrefin í þessu vinsæla forriti.

Aðrar upplýsingar

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvur með þráðlausu netkorti og Excel 2010 eða nýrri útgáfu á námskeiðið. Gott er einnig að hafa meðferðis tölvumús.

Veitið athygli: Námskeiðið hét áður Excel - fyrstu skrefin

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Excel - grunnatriði

Verð
21900

<span class="fm-plan">Excel t&ouml;flureiknirinn er eitt vins&aelig;lasta og mest nota&eth;a t&ouml;lvuforrit &iacute; heiminum &iacute; dag. Excel er forrit sem nota&eth; er til a&eth; vinna me&eth; t&ouml;lur og framkv&aelig;ma &uacute;treikninga. Me&eth; Excel er h&aelig;gt a&eth; skipuleggja st&oacute;r s&ouml;fn uppl&yacute;singa og setja fram &aacute; myndr&aelig;nan h&aacute;tt. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i er fari&eth; &iacute; grunnatri&eth;i &thorn;essa vins&aelig;la forrits.</span>