Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Greining og meðferð við þráhyggju- og árátturöskun

Verð 87.800 kr.
Aðeins 5 sæti laus
Nýtt

Fös. 7. og lau. 8. maí kl. 9:00 - 16:00

12 klst.

Brynjar Halldórsson, lektor við University of Oxford (Department of Psychiatry) og dósent við Háskólann í Reykjavík ásamt því að sinna klínísku starfi við Landspítalann.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Vinnustofa í samstarfi við Félag um hugræna atferlismeðferð

Vinnustofan er hluti af námi í hugrænni atferlismeðferð

Þráhyggju- og árátturöskun er alvarleg geðröskun sem greinist í um það bil 1-4% af börnum og fullorðnum einstaklingum hverju sinni. Fólk með þráhyggju- og árátturöskun er ólíklegt að ná bata án meðferðar og algengt er að fólk greinist með aðrar geðraskanir samhliða þráhyggju- og árátturöskun. Í mörgum tilfellum byrjar röskunin að þróast í barnæsku og truflar líf einstaklingsins (og annarra í kringum hann/hana) á mörgum sviðum og kemur í veg fyrir að fólk geti t.d. sinnt starfi, sótt nám og svo framvegis.

Klínískar leiðbeiningar mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarinngripi. Þrátt fyrir algengi og alvarleika þráhyggju- og árátturöskunar eru fáir einstaklingar sem fá rétta meðferð og algengt er að fólk fái ógagnreynda meðferð og nái litlum bata.

Á námskeiðinu er fjallað um

Greiningu á þráhyggju- og árátturöskun
Algengi
Kortlagningu (e. formulation)
Viðhaldsþættir
Hugræn inngrip
Atferlistilraunir
Berskjöldun
Birtingarmynd röskunarinnar í börnum og fullorðnum
Meðferðarplan
Bakslagsvarnir
Annað sem þátttakendur óska eftir

Ávinningur þinn

Þátttakendur fá tækifæri til að læra að nota hugræna líkanið, skipuleggja meðferð og einnig að gera hagnýtar æfingar sem nýtast í meðferð.

Fyrir hverja

Vinnustofan er ætlað sálfræðingum, geðlæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki með grunn í HAM (en litla reynslu að því að meðhöndla þráhyggju- og árátturöskun) sem vill öðlast færni í að meðhöndla áráttu- og þráhyggjuröskun með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Nánar um kennara

Brynjar Halldórsson útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2006. Eftir að hafa starfað í 4 ár á Landspítalanum, fluttist hann til Englands og hóf nám við Institute of Psychiatry, King‘s College London þar sem hann lauk diplóma gráðu í hugrænni atferlismeðferð innan Improving Access to Psychological Treatments (IAPT) verkefnisins. Meðfram náminu (og að því loknu) starfaði Brynjar sem kínískur sálfræðingur í London innan National Health Service (NHS) og veitti HAM við algengum geðröskunum. Árið 2011, hóf Brynjar doktorsnám í klínískri sálfræði við University of Bath undir leiðsögn Professor Paul Salkovskis og hafði lektorsstöðu við sama háskóla. Árið 2015, fékk Brynjar stöðu við University of Reading sem „Clinical Post-Doctoral Research Fellow“ þar sem hann hefur sinnti rannsóknum og meðferð fyrir börn og unglinga með kvíðaraskanir undir handleiðslu Professor Cathy Creswell.

Í dag starfar Brynjar sem lektor við University of Oxford (Department of Psychiatry) og dósent við Háskólann í Reykjavík ásamt því að sinna klínísku starfi við Landspítalann.

Rannsóknir Brynjars snúast um að auka skilning á viðhaldsþáttum kvíðaraskana meðal fullorðinna og barna. Auk þessa hefur Brynjar starfað á sérhæfðum meðferðastofnunum fyrir kvíðaraskanir í Englandi, haldið fjölda fyrirlestra á ráðstefnum og kennt við ýmsar háskólastofnanir í Englandi, Danmörku og á Íslandi, leiðbeint lokaverkefnum doktors- og mastersnema og einnig veitt HAM handleiðslu fyrir klíníska sálfræðinga.

Greining og meðferð við þráhyggju- og árátturöskun

Verð
87800

<span class="fm-plan">Vinnustofan er hluti af n&aacute;mi &iacute; hugr&aelig;nni atferlisme&eth;fer&eth;</span>