Fjarnámskeið

Vanræksla og ofbeldi gegn börnum

Samstarf við barnaverndarnefndir
Verð 35.100 kr.
Í gangi

Þri. 29. nóv. kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

6 klst.

Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Markmið námskeiðsins er að efla fræðilega og faglega þekkingu þátttakenda á einkennum og afleiðingum vanrækslu og ofbeldis á börn, starfsháttum barnaverndarnefnda og þeim úrræðum sem þær geta veitt börnum og fjölskyldum þeirra.

Á námskeiðinu er fjallað um

Einkenni vanrækslu og ofbeldis.
Afleiðingar vanrækslu og ofbeldis.
Uppbyggingu barnaverndarkerfisins og starfsaðferðir barnaverndarnefnda.
Samstarf barnaverndarnefnda við aðrar stofnanir og fagfólk sem vinnur með börn.

Ávinningur þinn

Þekkja einkenni vanrækslu og ofbeldis.
Þekkja afleiðingar vanrækslu og ofbeldis.
Auka þekkingu á starfsháttum barnaverndarnefnda.
Auka þekkingu á úrræðum barnaverndarnefnda og samstarfi við þær.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað starfsfólki félags-, heilbrigðis- og skólaþjónustu auk löggæslu og réttarkerfis. Með því er m.a. átt við starfsfólk velferðarþjónustu, presta, skólastjórnendur, sérhæft starfsfólk og kennara leik- og grunnskóla, starfsfólk íþrótta- og tómstundastarfs, starfsfólk í þjónustu við fatlaða, einkarekna meðferðarþjónustu, vist- og meðferðarheimila og starfsfólk heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnana sem vinna að málefnum barna. Einnig er átt við starfsfólk sýslumanna, dómstóla, lögreglu og fangelsismálayfirvalda sem koma að málum um velferð barna og foreldra.

Nánar um kennara

Steinunn Bergmann er með BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum, starfsréttindi í félagsráðgjöf, MPA í opinberri stjórnsýslu, diplomanám í barnavernd og sérfræðiréttindi í barnavernd. Hún tók við starfi sem formaður Félagsráðgjafafélags Íslands árið 2019 en starfaði áður hjá Barnaverndarstofu 2007-2019 og Félagsþjónustu/Velferðarsviði Reykjavíkurborgar 1990-2007. Steinunn hefur komið að kennslu um barnavernd hjá Menntavísindasviði HÍ frá árinu 2006.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vanræksla og ofbeldi gegn börnum

Verð
35100

<span class="fm-plan">Markmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; efla fr&aelig;&eth;ilega og faglega &thorn;ekkingu &thorn;&aacute;tttakenda &aacute; einkennum og aflei&eth;ingum vanr&aelig;kslu og ofbeldis &aacute; b&ouml;rn, starfsh&aacute;ttum barnaverndarnefnda og &thorn;eim &uacute;rr&aelig;&eth;um sem &thorn;&aelig;r geta veitt b&ouml;rnum og fj&ouml;lskyldum &thorn;eirra.</span>