Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Vansvefta unglingar - hvað er til ráða?

Verð 21.800 kr.
Í gangi

Fim. 21. okt. kl. 13:00 – 16:00

3 klst.

Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á þessu námskeiði verður fjallað ítarlega um svefn meðal unglinga. Farið verður yfir atriði sem skipta máli fyrir góðan nætursvefn og hagnýt ráð gefin fyrir fagfólk sem starfar með unglingum.

Rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem sofa vel eru hamingjusamari, gengur betur í námi, eru ólíklegri til að vera í ofþyngd og sækja síður í áhættuhegðun. Á þessu námskeiði verður fjallað um eðli og uppbyggingu svefns og mikilvægi þess að sofa vel fyrir líkamlega og geðræna heilsu. Farið verður yfir hversu mikið unglingar þurfa að sofa og þau áhrif sem of lítill svefn getur haft á heilsu þeirra og líðan. Sérstök áhersla verður lögð á að gefa hagnýt ráð sem nýtast unglingum til að bæta svefn og auka lífsgæði.

Á námskeiðinu er fjallað um

Mikilvægi svefns.
Svefnþörf – hversu mikið þurfa unglingar að sofa?
Afleiðingar þess að sofa of lítið.
Hagnýt ráð til að bæta svefn.

Ávinningur þinn

Fræðast um mikilvægi svefns fyrir heilsu og líðan.
Fá hagnýt ráð til að nýta í vinnu með unglingum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir fagfólk sem starfar með unglingum.

Nánar um kennara

Erla Björnsdóttir er með B.A og kandídatspróf í sálfræði auk þess að hafa lokið doktorsprófi í líf-og læknavísindum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn og hefur auk þess sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi.
Erla starfar sem nýdoktor við Háskóla Íslands og rannsakar þar tengsl svefns við andlega og líkamlega heilsu. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og gaf nýverið út bókina Svefn sem fjallar um mikilvægi svefns og algengustu vandamál sem tengjast svefni.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vansvefta unglingar - hvað er til ráða?

Verð
21800

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fjalla&eth; &iacute;tarlega um svefn me&eth;al unglinga. Fari&eth; ver&eth;ur yfir atri&eth;i sem skipta m&aacute;li fyrir g&oacute;&eth;an n&aelig;tursvefn og hagn&yacute;t r&aacute;&eth; gefin fyrir fagf&oacute;lk sem starfar me&eth; unglingum.</span>