Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Leikskólinn - gott námsumhverfi fyrir yngstu börnin

Verð 43.900 kr.
Í gangi

Fös. 22. okt. kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

6 klst.

Hrönn Pálmadóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Félag leikskólakennara og Menntavísindasvið HÍ

Börnum undir þriggja ára aldri hefur fjölgað umtalsvert í leikskólum að undanförnu. Í þessu felast nýjar áskoranir fyrir leikskólakennara og aðra sem starfa með yngstu börnunum með tilliti til fræðilegrar þekkingar og skipulagningar starfsins.

Markmiðið er að þátttakendur dýpki skilning sinn á margvíslegum þáttum sem skapa gæði í daglegu lífi ungra barna í leikskóla. Fjallað verður um upphaf leikskólagöngu þar sem áhersla er lögð á samstarf við foreldra með vellíðan barna að leiðarljósi. Samskipti milli barna og leikskólakennara verða í brennidepli þar sem tengsl, viðurkenning og umhyggja eru lykilatriði. Jafnframt verða kynntar nýjar rannsóknir á leik og vináttu yngstu barnanna og skoðað hvernig skipulag og efniviður skapa forsendur fyrir námi þeirra.

Á námskeiðinu er fjallað um

Upphaf leikskólagöngu og foreldrasamstarf.
Samskipti leikskólakennara og barna.
Samskipti og leik barna.
Námsumhverfi í leikskóla.

Ávinningur þinn

Aukin þekking og skilningur á hlutverki leikskólakennara sem þátttakanda í uppeldi og námi ungra barna.
Innsýn í hvernig samskipti skapa grundvöll fyrir líðan og sjálfsmótun barna.
Aukinn skilningur á upplifun, tjáningarmáta, þátttöku og leik ungra barna.
Innsýn í mikilvæga þætti í leik- og námsumhverfi ungra barna í leikskóla.

Fyrir hverja

Leikskólakennara og leiðbeinendur sem starfa með yngstu börnum leikskóla.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, verkefnavinnu og umræðum. Þátttakendur rýna í dæmi sem fjalla um tjáningarmáta barna í leik og greina samskipti þeirra og merkingarsköpun. Jafnframt verður mismunandi námsumhverfi skoðað með tilliti til möguleika barna til þátttöku og náms í leikskólanum.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er, eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Hrönn Pálmadóttir hefur lokið doktorsprófi og er dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leikskólinn - gott námsumhverfi fyrir yngstu börnin

Verð
43900

<span class="fm-plan">B&ouml;rnum undir &thorn;riggja &aacute;ra aldri hefur fj&ouml;lga&eth; umtalsvert &iacute; leiksk&oacute;lum a&eth; undanf&ouml;rnu. &Iacute; &thorn;essu felast n&yacute;jar &aacute;skoranir fyrir leiksk&oacute;lakennara og a&eth;ra sem starfa me&eth; yngstu b&ouml;rnunum me&eth; tilliti til fr&aelig;&eth;ilegrar &thorn;ekkingar og skipulagningar starfsins.</span>