Staðnámskeið

Hvað gerir kennara að góðum kennara?

Verð 31.800 kr.
Í gangi

Mán. 3. og 10. okt. kl. 15:00 - 17:00

4 klst.

Dr. Ingvar Sigurgeirsson, fv. prófessor í kennslufræði við Háskóla Íslands og Dr. Berglind Gísladóttir, lektor í kennslufræðum við Menntavísindavið Háskóla Íslands

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á þessu námskeiði verður fjallað um eiginleika framúrskarandi kennara. Enda þótt kennsla sé flókið og margþætt starf benda rannsóknir til þess að ákveðin hæfni og eiginleikar séu lykilatriði fyrir árangur í starfi. Um þessa þætti verður fjallað á námskeiðinu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Leitast verður við að svara þessum spurningum:

Hvaða eiginleika hafa þeir kennarar sem ná bestum árangri?
Hvað segja rannsóknir um þetta?
Er munur á þessu eftir skólastigum eða námssviðum?
Hvaða eiginleika kennara kunna nemendur best að meta?
Hvaða máli skiptir þekking, hæfni, persónuleiki, fas eða framkoma?
Einnig verður rætt hvort unnt er að nota svör við þessum spurningum sem tæki til að bæta sig í starfi og um leiðir að því marki.

Ávinningur þinn

Þátttakendur kynnast niðurstöðum rannsókna á kennurum sem náð hafa góðum árangri og geta notað þær til að leggja mat á eigin færni.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað kennurum í grunn- og framhaldsskólum sem hafa áhuga á að ígrunda kennslu sína og efla sig í starfi.

Nánar um kennara

Umsjónarmaður námskeiðsins er dr. Ingvar Sigurgeirsson, fv. prófessor í kennslufræði við Háskóla Íslands og sjálfstætt starfandi skólaráðgjafi. Ingvar hefur í rúma hálfa öld fylgst með skólastarfi og setið í kennslustundum hjá hundruðum kennara á öllum skólastigum og átt viðræður við þá, nemendur, foreldra og stjórnendur um góða kennslu. Ingvar hefur skrifað fjölda bóka og greina um nám og kennslu.

Gestakennari er dr. Berglind Gísladóttir, lektor í kennslufræðum við Menntavísindavið Háskóla Íslands sem um þessar mundir vinnur með rannsóknarhópi að rannsókninni Gæði kennslu á Norðurlöndum (QUINT/Quality in Nordic Teaching) en tilgangur hennar er meðal annars að leita svara við spurningunum Hvað er til marks um gæði í kennslu? og Hvernig má sjá hvort kennari leitast við að koma til móts við þarfir allra nemenda sinna?

Aðrar upplýsingar

Gott er að þátttakendur hafi með sér fartölvu eða snjalltæki sem hægt er að nettengja.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hvað gerir kennara að góðum kennara?

Verð
31800

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fjalla&eth; um eiginleika fram&uacute;rskarandi kennara. Enda &thorn;&oacute;tt kennsla s&eacute; fl&oacute;ki&eth; og marg&thorn;&aelig;tt starf benda ranns&oacute;knir til &thorn;ess a&eth; &aacute;kve&eth;in h&aelig;fni og eiginleikar s&eacute;u lykilatri&eth;i fyrir &aacute;rangur &iacute; starfi. Um &thorn;essa &thorn;&aelig;tti ver&eth;ur fjalla&eth; &aacute; n&aacute;mskei&eth;inu.</span>