Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Google umhverfið í námi og kennslu

Verð 42.300 kr.

Mán. 20. og 27. sept. kl. 14:00-17:00

6 klst.

Sigurður Haukur Gíslason og Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Með aukinni notkun tækni í skólastarfi gefast ýmis tækifæri til starfsþróunar og vinnuhagræðingar. Eitt af því besta er Google umhverfið. Með notkun Google námsforrita gefst kennurum sem og nemendum mun meiri kostur á markvissara og skipulagðara námsumhverfi en áður var.

Þátttakendur fá að kynnast hugmyndafræðinni að baki þess að námsumhverfi sé rafrænt sem og þeirri vinnuhagræðingu sem fylgir notkun Google námsumhverfisins. Þar á eftir verður kennt á helstu verkfæri Google, s.s. Drive, Classroom, Docs, Forms, Calendar, Slides o.fl. Að lokum verður þátttakendum leiðbeint hvernig þeir geti verið sjálfbjarga í því sem þeir hafa lært á námskeiðinu og hvernig þeir geti þróað sig í starfi.
Námskeiðið byggir á innlögnum og verkefnavinnu þar sem markmiðið er að gera þátttakendur færa um að setja upp eigin námslotur.

Á námskeiðinu er fjallað um

Kennslufræðilega þætti varðandi notkun tækni í skólastarfi.
Google verkfærin.
Bjargir kennara hvað varðar upplýsingatækni í skólastarfi.

Ávinningur þinn

Þú lærir á verkfæri til að útbúa rafrænt námsumhverfi.
Þú lærir á verkfæri til að spara tíma og vinnu.
Þú öðlast hæfni til að viðhalda þekkingu þinni að námskeiði loknu.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað fyrir þá einstaklinga sem sinna námi og kennslu. Ekki er gerð krafa um mikla tækniþekkingu.

Aðrar upplýsingar

Ætlast er til að þátttakendur hafi komið sér upp netfangi frá Gmail fyrir námskeið.

Nánar um kennara

Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni við grunnskóla Kópavogs. Eyþór er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur um árabil. Hann er með meistaragráðu í náms- og kennslufræðum sem og gráðu í margmiðlunarhönnun.
Sigurður Haukur Gíslason, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni við grunnskóla Kópavogs. Sigurður Haukur er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur um árabil. Hann er með meistaragráðu í náms- og kennslufræðum af upplýsingatæknikjörsviði.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Google umhverfið í námi og kennslu

Verð
42300

<span class="fm-plan">Me&eth; aukinni notkun t&aelig;kni &iacute; sk&oacute;lastarfi gefast &yacute;mis t&aelig;kif&aelig;ri til starfs&thorn;r&oacute;unar og vinnuhagr&aelig;&eth;ingar. Eitt af &thorn;v&iacute; besta er Google umhverfi&eth;. Me&eth; notkun Google n&aacute;msforrita gefst kennurum sem og nemendum mun meiri kostur &aacute; markvissara og skipulag&eth;ara n&aacute;msumhverfi en &aacute;&eth;ur var.</span>