Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Jákvæð samskipti, sköpunarkraftur og lífsgleði barna

Verð 42.800 kr.
Í gangi

Mán. 18., 25. okt. og 1. nóv. kl. 14:00-16:00

6 klst.

Ásthildur Garðarsdóttir, B.Ed. og meistaragráðu í jákvæðri sálfræði frá Árósaháskóla

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Námskeiðið fjallar um aðferðir sem hjálpa börnum að skilja tilfinningar og samskiptamynstur og að horfa á hluti frá nýjum og meira uppbyggjandi sjónarhornum.

Lögð verður áhersla á að efla þolgæði, sjálfstraust og góð samskipti barna.
Jákvæða sálfræðin leggur áherslu á að vinna með skapgerðarstyrkleika og við munum velta fyrir okkur VIA styrkleikunum og skoða hvernig við getum nýtt þá til að beina athyglinni meðvitað að því sem vel gengur og vel er gert. Einnig hvernig við getum nýtt þá til efla okkur og bæta á öllum sviðum.
Við skoðum módel sem sýna hvernig hægt er að temja sér bjartsýnt hugarfar og hvernig bregðast má við þegar neikvæðni og niðurrif láta á sér kræla ef viðfangsefni reyna á. Farið verður yfir hvað gerist og hvernig við getum beint huganum í jákvæðan farveg á ný.
Kynntir verða hegðunarlitir sem útskýra tilfinningaviðbrögð og hvernig hægt er að bregðast við á uppbyggilegan hátt í stað þess að detta í varnarhætti og sjálfsniðurrif þegar á bjátar í samskiptum.
Þátttakendur fá verkfæri í hendur sem hjálpa þeim að leiðbeina börnunum á uppbyggilegan hátt og að finna þetta góða í hverjum og einum í stað þess að benda á það sem miður fer.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hugarfar og hugsanagildrur.
Áhugahvöt, sköpunargleði og tilgang.
Samskipti, jákvæðar og neikvæðar tilfinningar og túlkanir.
Leiðir til að styrkja sjálfsmynd og hjálpa börnum við að telja í sig kjark og takast á við áskoranir og erfiðar uppákomur sem mæta þeim.
Fimm lykla sem nýtast til að byggja upp sterkari sjálfsmynd og jákvæðari samskipti.

Ávinningur þinn

Aukin þekking og skilningur á hugarfari og tilfinningaviðbrögðum.
Aukin færni í að hjálpa barninu að horfa á neikvæðar upplifanir frá nýjum og meira uppbyggjandi sjónarhornum.
Aukin færni í að hjálpa barninu að átta sig á kveikjum þegar það upplifir tilfinningavanda og bregðast við á uppbyggilegan hátt.
Aukið sjálfstraust og þekking á styrkleikum og uppbyggingu jákvæðra samskipta.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar fagfólki og öllum sem starfa með barnahópa, t.d. í skólum, íþróttum, tómstundum og öðru skipulögðu starfi.

Nánar um kennara

Ásthildur Garðarsdóttir er kennari og ráðgjafi með yfir 20 ára reynslu af kennslu, fagstjórn og ráðgjöf. Hún hefur alla tíð lagt kapp á að virkja sköpunarkraft og styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust einstaklinga. Hún er með B.Ed. gráðu frá KHÍ og meistaragráðu í jákvæðri sálfræði frá Árósaháskóla með áherslu á sterka sjálfsmynd, jákvætt hugarfar og uppbyggjandi samskipti.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jákvæð samskipti, sköpunarkraftur og lífsgleði barna

Verð
42800

<span class="fm-plan">N&aacute;mskei&eth;i&eth; fjallar um a&eth;fer&eth;ir sem hj&aacute;lpa b&ouml;rnum a&eth; skilja tilfinningar og samskiptamynstur og a&eth; horfa &aacute; hluti fr&aacute; n&yacute;jum og meira uppbyggjandi sj&oacute;narhornum.</span>