Staðnámskeið

Á ég tilverurétt? - um líðan systkina langveikra barna

Fyrir fagfólk
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 4. nóvember
Almennt verð 30.700 kr. 27.900 kr.

Mán. 14. nóv. kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Salbjörg Á. Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og yfirsýn fagaðila og annarra í nærsamfélagi. Að þau geri sér grein fyrir því álagi sem fjölskyldur barna er að glíma við langvarandi veikindi og/eða fötlun búa við. Áhersla á að skoða hvaða áhrif það hefur á systkini þegar veika barnið breytir plönum, fer á sjúkrahús og/eða þarf mikla þjónustu alla daga frá foreldrum og fagfólki sem kemur heim.

Þegar barn er væntanlegt inn í þennan heim eru langoftast miklar væntingar og tilhlökkun að taka á móti þessum nýja einstaklingi. Stundum fæðast börn með langvinna sjúkdóma og/eða fötlun sem kollsteypir öllum plönum fjölskyldunnar og annað foreldrið eða jafnvel báðir þarf að hætta í skóla/vinnu, stundum tímabundið en oftar til lengri tíma, þar sem umönnunarþörf barnsins tekur allan þeirra tíma og orku. Oft eru önnur börn á heimilinu og þeirra þörfum þarf einnig að mæta.
Það getur verið flókið að leyfa öllum að taka pláss þar sem stundum er upp á líf og dauða að tefla er varðar umönnun veika barnsins. Þrátt fyrir góðan vilja foreldra að sinna systkinunum þá eru þau stundum örmagna og ná ekki yfirsýn. Þá vantar meiri stuðning heim. Systkini taka oft mikla ábyrgð, upplifa höfnun og hræðslu um hvað verður um veika systkinið. Þá getur einnig komið fram reiði gagnvart veika barninu sem gjörbreytti öllu fjölskyldulífinu. Þessari reiði getur fylgt sektarkennd og skömm þar sem maður á jú að vera góður við þá sem eru veikir.

Með því að auka þekkingu og yfirsýn fagaðila á aðstæðum systkina og aðstoða þau við þær áskoranir sem þau takast á við daglega er varðar væntingar til fjölskyldulífs, vina, stuðning í skóla og tómstundastarfs.

Á námskeiðinu er fjallað um

Áhrif á samskipti innan fjölskyldu.
Ofurábyrgð heilbrigðu barnanna.
Hegðunarmynstur heilbrigðu barnanna.
Áhrif á félagslega þáttinn.
Áhrif viðvarandi álags á nám.
Áhrif á tómstundir.
Mikilvægi stuðnings stórfjölskyldu og vinahóps.
Óunna sorg, vonbrigði, höfnunartilfinningar, sektarkennd.
Má ég vera glöð/glaður?
Hvernig er stuðningur við foreldra?

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað fagfólki í nærsamfélaginu, s.s. skólahjúkrunarfræðingum, námsráðgjöfum, kennurum, tómstundafræðingum.

Nánar um kennara

Salbjörg Á.Bjarnadóttir hefur áralanga reynslu af vinnu með börnum í vanda og fjölskyldum þeirra. Hún vann m.a. á BUGL í mörg ár, vann á Fjölskyldumiðstöðinni og kom að innleiðingu og kennslu Fjölskyldubrúarinnar. Auk þess sem hún hefur komið að þjónustu við fjölskyldur langveikra barna og þá
einkum með tilliti til áhrifa veikinda barnsins á samskipti foreldra og systkina veika barnsins svo og samskipti í nærsamfélagi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Á ég tilverurétt? - um líðan systkina langveikra barna

Verð
30700

<span class="fm-plan">N&aacute;mskei&eth;inu er &aelig;tla&eth; a&eth; auka &thorn;ekkingu og yfirs&yacute;n faga&eth;ila og annarra &iacute; n&aelig;rsamf&eacute;lagi. A&eth; &thorn;au geri s&eacute;r grein fyrir &thorn;v&iacute; &aacute;lagi sem fj&ouml;lskyldur barna er a&eth; gl&iacute;ma vi&eth; langvarandi veikindi og/e&eth;a f&ouml;tlun b&uacute;a vi&eth;. &Aacute;hersla &aacute; a&eth; sko&eth;a hva&eth;a &aacute;hrif &thorn;a&eth; hefur &aacute; systkini &thorn;egar veika barni&eth; breytir pl&ouml;num, fer &aacute; sj&uacute;krah&uacute;s og/e&eth;a &thorn;arf mikla &thorn;j&oacute;nustu alla daga fr&aacute; foreldrum og fagf&oacute;lki sem kemur heim.</span>