

Valmynd
Gefðu gjafabréf hjá Endurmenntun HÍ: Upplifun sem gleður og eflir þann sem þiggur!

Námskeið verður kennt á vormisseri 2026 - Sjá nánar í stundatöflu

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu
Almenn umfjöllun er um lög og reglur varðandi lyfjaávísanir og ábyrgðarskyldu heilbrigðisstarfsmanna. Farið er í lyfjafræði hormónagetnaðarvarna út frá áhrifum þeirra á líkamann og milliverkun lyfja. Gerð er grein fyrir helstu frábendingum getnaðarvarna og hvað skuli varast við ávísun þeirra. Lögð er áhersla á heilsufarssögu og fleiri áhrifaþætti (viðhorf, þekkingu, reynslu...) er varða upplýsta ákvörðun um val á getnaðarvörnum. Fjallað er um verkun prógesteróns og estrógens á líkamann, gerður samanburður á samsettum getnaðarvörnum og prógesterón getnaðarvörnum , kostum þeirra, aukaverkunum og meðhöndlun þeirra. Veitt er kennsla um kynheilbrigði, kynlífsvanda og kynsjúkdóma.
Nemendur fá þjálfun í ráðgjöf um getnaðarvarnir þar sem að miklu leiti er byggt á klínískum tilfellum. Þeir æfa sig við að beita aðferðum sem geta skipt sköpum til að ná árangri með ráðgjöfinni og stuðlað getur að markvissri notkun getnaðarvarna. Fjallað er um mismunandi áherslur viðtala eftir sérhópum. Fram fer sýnikennsla í uppsetningu á hormónastaf og lykkju og nemendur fá tækifæri til að æfa sig í þeim handbrögðum.
ATH: Fræðilegi hluti námskeiðsins er kenndur í 5 daga lotu. Námskeiðið nær yfir fimm vikur og á þeim tíma þurfa nemendur að skila tveimur verkefnum og taka rafrænt lokapróf.
Skyldumæting er í sýnikennslu (síðasti kennsludagur) og á tvo umræðufundi þar sem nemendur kynna verkefni.
Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðs eiga nemendur að geta:
Umsókn skal fylgja prófskírteini sem staðfesta fyrra nám.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.