Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Almenn veðurfræði og túlkun veðurspáa

Verð 16.000 kr.
Í gangi

Mið. 13. okt. kl. 19:15 - 22:15

3 klst.

Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu verður farið yrir helstu hugtök í veðurfræði og veðurspám, þátttakendur fá leiðbeiningar í lestri og túlkun veðurspáa og viðvarana og læra að afla sér réttra gagna miðað við þarfir hvers og eins.

Farið verður yfir helstu hugtök í almennri veðurfræði og þau hugtök sem helst nýtast almenningi til að nýta þær upplýsingar sem liggja fyrir í veðurspám, bæði á vefnum, í sjónvarpi og útvarpi. Farið verður yfir viðvaranir, þýðingu þeirra og mismunandi áherslur. Þá verður farið í sértæka hluti eins og áhrif landslags á staðbundið veðurfar, þann tímaskala sem hægt er að nota í veðurspám og hvernig túlkun og áreiðanleiki spáa breytist með tíma.

Öflun veðurgagna og túlkun þeirra verður líka hluti námskeiðsins, bæði að sækja einfaldar mælingar og lesa úr en einnig verður farið yfir hvernig hægt er að sækja og túlka langtímaraðir nokkurra athugunarstöðva á Íslandi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Almenn veðurfræði, grunnhugtök.
Veðurspár og veðurviðvaranir.
Öflun veðurgagna og túlkun þeirra.

Ávinningur þinn

Þú lærir að afla þér gagna um veður og áttar þig á muninum á milli þeirra veðurspáa sem eru í boði.
Þú lærir helstu hugtök veðurfræði, bæði til að styrkja grunnþekkingu fagsins en einnig til að eiga auðveldara með að skilja og túlka veðurspár.
Þú lærir að túlka veðurathuganir.
Farið verður yfir samspil landslags og nærveðurfars og einnig lögð sérstök áhersla á að meta veður til fjalla.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfræði og nýtist áhugaveðurfræðingum jafnt sem áhugafólki um útivist. Engar forkröfur eru gerðar.

Aðrar upplýsingar

Gott er að þátttakendur hafi fartölvu eða iPad með sér á námskeiðið, en það er ekki skilyrði.

Fyrirvari um námskeið:
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Elín Björk Jónasdóttir er hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands. Hún er með M.Sc. próf í veðurfræði frá Háskólanum í Osló og hefur starfað á Veðurstofu Íslands í yfir 20 ár. Elín flytur einnig veðurfregnir á RÚV og sinnir vísindamiðlun vegna veðurs og loftslagsmála.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Almenn veðurfræði og túlkun veðurspáa

Verð
16000

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; yrir helstu hugt&ouml;k &iacute; ve&eth;urfr&aelig;&eth;i og ve&eth;ursp&aacute;m, &thorn;&aacute;tttakendur f&aacute; lei&eth;beiningar &iacute; lestri og t&uacute;lkun ve&eth;ursp&aacute;a og vi&eth;varana og l&aelig;ra a&eth; afla s&eacute;r r&eacute;ttra gagna mi&eth;a&eth; vi&eth; &thorn;arfir hvers og eins.</span>