Stað- og fjarnámskeið

Jarðfræði Íslands

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. og fim. 30. jan. - 20. feb. kl. 17:00 - 19:55 (7x)

21 klst.

Snæbjörn Guðmundsson

Guðmundur Björnsson

Peningur 108.500 kr.
Námskeið

Farið verður yfir þau ferli sem hafa myndað og mótað Ísland í tímans rás út frá sjónarhóli innrænna og útrænna afla. Jafnframt er veðurfarssaga Íslands tekin fyrir sem og áhrif loftslagsbreytinga á myndunarsögu landsins. Einnig er veitt innsýn í íslenskar náttúruauðlindir og nýtingu þeirra (til dæmis jarðhita og vatnsaflsvirkjanir). 
Sérstök áhersla er lögð á sérkenni íslenskrar náttúru, þar á meðal afleiðingar einangrunar og þá umhverfisþætti sem áhrif hafa haft á mótun íslensks landslags og náttúrufars. Lögð er áhersla á jarðfræðilæsi þátttakenda með tengingu námsefnis við raunveruleg dæmi.

Kennslufyrirkomulag

Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Námsmat

Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um jarðfræði Íslands. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jarðfræði Íslands

Verð
108500