Stað- og fjarnámskeið

Íslensk menning

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. og fim. 14. nóv. - 10. des. kl. 17:00 - 19:55 (8x)

24 klst.

Guðmundur Björnsson

Peningur 122.500 kr.
Námskeið

Fjallað verður um íslenska menningu og birtingarmyndir hennar frá upphafi fram á 21. öld.
Þátttakendur munu fræðast um hversdagsmenningu þjóðarinnar í gegnum aldir, lifnaðarhætti hennar og efnismenningu og læra að skilja breytingarnar sem hafa átt sér stað. Leitast er við að skoða menninguna í öllum sínum birtingarmyndum án þess að einskorðast við einstök menningarsvið. Veitt er innsýn í bókmennta- og listasögu Íslands, rifjuð upp og dýpkuð þekking á ýmsum bókmenntagreinum sem og listgreinum á borð við myndlist, tónlist, byggingarlist, hönnun, leiklist, kvikmyndagerð og fleira.

Kennslufyrirkomulag

Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Námsmat

Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um íslenska menningu og birtingarmyndir hennar frá upphafi fram á 21. öld. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Íslensk menning

Verð
122500