Staðnámskeið

Portúgalska I

Aðeins 5 sæti laus

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. og fim. 24. sept. - 10. okt. kl. 17:00 - 19:00 (6x)

12 klst.

Francesca Cricelli

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 49.400 kr.
Námskeið

Langar þig að læra tungumál sem talað er af 280 milljón einstaklingum í níu löndum og fjórum heimsálfum! Tungumál þeirra Fernando Pessoa, Caetano Veloso, Salvador Sobral og… jú! Villa Neto og Pedro Gunnlaugs Garcia? Já, langar þig til að tala portúgölsku?

Á námskeiðinu er fjallað um grunnatriði í portúgölsku og gefin innsýn í menningu portúgölskumælandi þjóða. Einfaldir og markvissir kennsluhættir skila þátttakendum góðri kunnáttu á stuttum tíma sem nýtist vel við daglegar athafnir og í ferðalögum. Ekki er krafist neinnar forkunnáttu. Námskeiðið er fyrir byrjendur en gengið er út frá þeirri staðreynd að margir Íslendingar hafa grunnþekkingu í spænsku sem er náskyld tungumál portúgölsku. Á námskeiðinu er jafnframt fjallað um menningu portúgölskumælandi þjóða með áherslu á tónlist, kvikmyndir, myndlist og bókmenntir.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Grunnatriði í málfræði eins og setningarfræði, nafnorð, greinir, lýsingarorð og sagnorð.
  • Grunnatriði í portúgalskri hljóðfræði og framburði.
  • Almenna málnotkun, portúgalskan orðaforða og blæbrigði orða.

Ávinningur þinn

  • Þú lærir að kynna þig og tala um sjálfan þig og áhugamál þín á portúgölsku.
  • Þú lærir að tala um fjölskyldu, hversdagslíf og frítíma á portúgölsku.
  • Þú lærir að nota portúgölsku á ferðalagi um portúgölskumælandi lönd til að eiga samskipti við heimamenn.
  • Þú lærir að tala um menningartengda hluti eins og mat, kaffi, tónlist, kvikmyndir, myndlist og bókmenntir.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll áhugasöm en hentar einkum þeim sem hafa lært spænsku og vilja bæta við sig kunnáttu í öðru rómönsku tungumáli.

Nánar um kennara

Francesca Cricelli er skáld, þýðandi og doktor í bókmennta- og þýðingarfræði við Háskólann í São Paulo (USP) og hefur langa reynslu af því að kenna portúgölsku sem annað mál. Hún hefur gefið út margar bækur í Brasilíu og á Ítalíu en einnig á Íslandi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Portúgalska I

Verð
49400