Staðnámskeið

Mannauðsmál frá A til Ö

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 19. sept. - 10. des. kl. 9:00 - 15:30, aðra hvora viku (7x). Lokatími námskeiðs er þó þri. 10. desember 2024.

42 klst.

Guðrún Guðmundsdóttir

Hildur Halldórsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 345.000 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu er fjallað er um hagnýt atriði mannauðsstjórnunar með skýrum hætti. Stjórnendur standa frammi fyrir nýjum áskorunum vegna breytinga á starfsumhverfinu, en í þeim liggja jafnframt fjölmörg tækifæri. Fjarvinna og sveigjanlegt starfsumhverfi, velferð starfsmanna og fjölbreytileiki eru á meðal umfjöllunarefna.

Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og færni stjórnenda með mannaforráð, m.a. til að leiða einstaklinga og teymi á hvetjandi og uppbyggilegan hátt til aukins árangurs. Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að nýta sér hagnýtar aðferðir mannauðsstjórnunar í starfi sem stjórnendur og stuðla að eigin starfsþróun í síbreytilegu starfsumhverfi.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Stjórnendahlutverkið.
  • Ráðningarferlið frá A til Ö.
  • Starfsmannasamtöl, hvatningu, frammistöðu og endurgjöf.
  • Starfsþróun.
  • Breytingastjórnun.
  • Erfið starfsmannamál.
  • Fjölbreytileiki á vinnustöðum.
  • Vinnustaðamenningu.
  • Samskipti og upplýsingaflæði.
  • Velferð á vinnustað.
  • Nýja starfsumhverfið – tækifæri og áskoranir.

Ávinningur þinn

  • Aukið öryggi í stjórnendahlutverkinu.
  • Aukin færni í ráðningum og nýliðamóttöku.
  • Færni til skilvirkari samskipta og til að takast á við erfið starfsmannamál.
  • Leikni í að efla liðsheild og stuðla að góðum starfsanda.
  • Færni í að leiða fjölbreytilegan starfshóp.
  • Færni í að stuðla að markvissri starfsþróun og leiða breytingar.

Fyrir hverja

  • Millistjórnendur og nýja stjórnendur sem vilja efla hæfni sína í mannauðsstjórnun.
  • Alla þá sem vilja tileinka sér fagleg vinnubrögð innan skipulagsheilda og stuðla að heilbrigðu og öflugu starfsumhverfi.
  • Námskeiðið er einkum sniðið að stjórnendum sem ekki hafa sérstaka menntun í mannauðsstjórnun og stjórnendum smærri fyrirtækja sem ekki eru með sérstaka mannauðsdeild.

Nánar um kennara

Kennarar eru þær Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir – sérfræðingar í mannauðsmálum og eigendur AUKI – mannauður og stjórnendaráðgjöf. 

Auk þeirra sinna kennslu:

  • Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og borgarfulltrúi.
  • Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri Isavia.
  • Guðríður Sigurðardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og einn eiganda Attentus.
  • Þóra Christiansen, aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mannauðsmál frá A til Ö

Verð
345000