Staðnámskeið

Skjaldbakan hreyfist!

- um Diskheim Terry Pratchett
Verð 39.500 kr.
Í gangi

Mán. 14. nóv. - 5. des. kl. 20:00 - 22:00 (4x)

8 klst.

Eva Þórdís Ebenezersdóttir doktorsnemi í þjóðfræði og Valgerður Guðrún Bjarkadóttir MA í ensku

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Terry Pratchett á þann skemmtilega heiður að vera sá höfundur hvers bókum hefur oftast verið stolið úr bókabúðum og bókasöfnum, og það er ekki að ástæðulausu. Á námskeiðinu verða Diskheimsbókum þessa ástsæla höfundar gerð skil með sérstakri áherslu á innblástur Pratchetts frá þjóðfræðiefni, bókmenntum og poppmenningu.

Á námskeiðinu verður fjallað um rithöfundinn Terry Pratchett og með frægari sköpunarverkum hans, Diskheim (Discworld) en sá bókaflokkur kom út á árunum 1983-2015. Diskheimur er veröld sem er flöt sem pönnukaka og hvílir á herðum fjögurra fíla. Þeir standa á baki geimskjaldbökunnar A‘tuin, sem reikar um himingeiminn í leit að miklum hvelli!
Terry Pratchett var duglegur að sækja í poppmenningu og þjóðfræði til að skapa persónur, leikendur og landslag. Diskheimsbækurnar eru á námskeiðinu settar í samhengi enskra bókmennta og þjóðfræði ásamt því að fjallað er um samfélagsrýni og ádeilu Pratchetts á Hnattheim (Roundworld), bæði á ritunartímanum sem og í okkar samtíma (Hnattheimur er það hugtak sem aðdáendur Pratchett nota um okkar eigin veröld og veruleika, jörðina sjálfa).

Á námskeiðinu er fjallað um

Rithöfundinn Terry Pratchett og með frægari sköpunarverkum hans, Diskheim (Discworld). Veröld sem er flöt sem pönnukaka sem hvílir á herðum fjögurra fíla sem standa á baki geimskjaldbökunnar A‘tuin, sem reikar um himingeimin í leit að miklum hvelli!
Skoðað verður hvernig Pratchett sótti í poppmenningu og þjóðfræði til að skapa persónur, leikendur og landslag.
Diskheimsbækur Pratchetts verða settar í samhengi enskra bókmennta og þjóðfræði.
Diskheimsbækurnar komu út á árunum 1983-2015. Við skoðum samfélagsrýni og ádeilu Pratchetts á Hnattheim (Roundworld), bæði á ritunartímanum sem og í okkar samtíma. (Hnattheimur er það hugtak sem aðdáendur Pratchetts nota um okkar eigin veröld og veruleika, jörðina sjálfa.)
Sérstök athygli og umræða verður um notkun Pratchetts á neðanmálsgreinum og upphrópunarmerkjum!!!!!

Ávinningur þinn

Aukinn skilningur á tengslum Diskheims og Hnattheims, að þátttakendur geti bent á hvaðan Pratchett sótti sér innblástur.
Að kynnast skrifum um, og geta rætt verk Pratchetts í tengslum við húmor, þjóðsagnafræði, paródíu, hefðir, jafnrétti og heimsspeki.
Að öðlast færni í að koma auga á samfélagsleg tengsl og textatengsl í skrifum Pratchetts. Færni sem auðvelt er að yfirfæra á annað efni.
Að fá tækifæri til að ræða Diskheim á dýptina með öðrum aðdáendum Pratchetts.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem nú þegar hafa unun af bókum Terry Pratchetts, sem og þau sem hafa enn ekki lagt upp í það ævintýri sem lestur Diskheimsbókanna er.

Nánar um kennara

Eva Þórdís Ebenezersdóttir er doktorsnemi í þjóðfræði þar sem hún rannsakar birtingarmyndir og skilning á fötlun í íslensku þjóðfræðiefni. Eva Þórdís hefur kennt í námsbrautum í þjóðfræði og fötlunarfræðum.

Valgerður Guðrún Bjarkadóttir er með MA í ensku, með áherslu á aðlögunarfræði og fantasíu bókmenntir. Valgerður hefur kennt ýmis námskeið um fantasíu bókmenntir við enskudeild.

Þær Eva Þórdís og Valgerður kynntust í gegnum áhuga sinn og aðdáun á verkum Terry Pratchett og vorið 2022 kenndu þær saman námskeiðið
Mikilvægi skynsamlegra járnnegldra skósóla: Þjóðfræðin í Diskheimi Terry Pratchett. Námskeiðið var kennt við enskudeild og var opið grunnnemendum í ensku og þjóðfræði.

Aðrar upplýsingar

Kennarar mæla með því að nemendur hafi með sér skriffæri af einhverju tagi, post-it miða og blýant, fallega kompu og blekpenna, tölvu, raf-skrifblokk eða hvað sem fólki hentar.
Æskilegt er að þátttakendur hafi lesið í það minnsta eina bók úr Diskheims seríu Pratchett. Hafi þátttakendur aldrei lesið Diskheimsbækur leggjum við til eftirfarandi bækur sem góðan stað til að byrja á:
Wyrd Sisters
Nornir, kjaftasögur, Shakespeare og mikilvægi þess að vita hver þú ert
Guards Guards!!
Drekar, töfrasverð og löggur í tilvistarkreppu (undanfari ScandiNoir?)
Mort
Dauðinn, lærlingar og mikilvægi þess að fylgja reglum
Eric Faust
Faust, unglingar, djöflar og aðrir millistjórnendur
The Truth
Fjölmiðlar, „lýðræðislega“ þenkjandi einræðisherra, borgarmyndun og mikilvægi þess að hafa alltaf á sér kartöflu

Þátttakendum gæti einnig þótt áhugavert að glugga í The Folklore of Discworld og Turtle Recall: The Discworld Companion. . .So Far eða The Ultimate Discworld Companion. Kennarar munu einnig gera lesefni aðgengilegt þátttakendum á námskeiðinu. Margar Diskheimsbækurnar sem og stuðningsbækurnar er hægt á nálgast á betri bókasöfnum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skjaldbakan hreyfist!

Verð
39500

<span style="font-size: 12px;color: #505050;" >Terry Pratchett &aacute; &thorn;ann skemmtilega hei&eth;ur a&eth; vera s&aacute; h&ouml;fundur hvers b&oacute;kum hefur oftast veri&eth; stoli&eth; &uacute;r b&oacute;kab&uacute;&eth;um og b&oacute;kas&ouml;fnum, og &thorn;a&eth; er ekki a&eth; &aacute;st&aelig;&eth;ulausu. &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;a Diskheimsb&oacute;kum &thorn;essa &aacute;sts&aelig;la h&ouml;fundar ger&eth; skil me&eth; s&eacute;rstakri &aacute;herslu &aacute; innbl&aacute;stur Pratchetts fr&aacute; &thorn;j&oacute;&eth;fr&aelig;&eth;iefni, b&oacute;kmenntum og poppmenningu.</span>