Staðnámskeið

Spjallað á spænsku


Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 18. sept. - 23. okt. kl. 19:30 - 21:00 (6x)

9 klst.

Hildur Jónsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 43.900 kr.
Námskeið

Námskeiðið er fyrir þau sem eru með einhvern grunn í spænsku og langar að þjálfa sig meira í að tala og skilja, bæta við orðaforða og hæfni í að nota málfræði í töluðu máli.


Á námskeiðinu vinna þátttakendur saman með kennara í ýmsum fjölbreyttum munnlegum æfingum, til dæmis umræðum, spilum og leikjum. Æfingarnar byggja á því að vinna með grunnorðaforða og -málfræði sem þátttakendur hafa lært í námskeiðum hjá Endurmenntun eða annars staðar og bæta alltaf smá við. Æfingarnar eru þannig skipulagðar að enginn þarf að undirbúa sig sérstaklega heldur fá þátttakendur þau hjálpargögn sem nýtast til að mynda setningar hverju sinni.

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur þjálfist í að heyra spænsku talaða, skilja hana og æfa sig til að þora í framtíðinni að tala.

Þátttakendur fá aðgang að gagnvirku námsefni á Canvas þar sem þeir geta æft sig samhliða í efni munnlegu æfinganna, til dæmis málfræði og orðaforða. Einnig verða gerð aðgengileg ýmis myndbönd þar sem þátttakendur geta æft sig í hlustun og orðaforða.

Námskeiðið er aðallega kennt á spænsku þar sem markmiðið er að þjálfa þátttakendur í að hlusta, skilja og tala. Ef eitthvað krefst auka útskýringa verður stuðst við íslensku.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Spænskt talmál.
  • Grunnorðaforða sem nýtist til að byrja að tala á spænsku.
  • Helstu grunnmálfræðiatriði spænskunnar rifjuð upp og æfð frekar.

Ávinningur þinn

  • Aukin hæfni í að tjá sig á spænsku.
  • Aukið sjálfstraust til að tjá sig á spænsku.
  • Að geta skilið einfalt mál á spænsku.
  • Að kynnast meiri spænskum orðaforða og festa fyrri lærdóm betur í minni.
  • Að auka hæfni í að nota spænska málfræði í talmáli.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa lokið Spænsku II hjá Endurmenntun eða hafa sambærilega þekkingu á tungumálinu.

Aðrar upplýsingar

Í kennslustundum þarf ekki hafa hafa neitt með sér en þátttakendur fá aðgang að gagnvirku efni sem þau geta unnið í á eigin vegum. Ef þau vilja fá aðstoð við það er gott að koma með tölvu með sér.

Nánar um kennara

Hildur Jónsdóttir er með BA-gráðu í spænsku frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í kennslufræði erlendra tungumála. Hildur hefur kennt spænsku í um 15 ár, lengst af í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hildur hefur haldið marga fyrirlestra um leiðsagnarnám í skólum landsins og einnig kennt á Menntafléttunámskeiðum á vegum Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Spjallað á spænsku

Verð
43900