Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Textílar á jaðrinum

Verð 32.800 kr.
Í gangi

Mán. 18. okt. - 8. nóv. kl. 20:00 – 22:00 (4x)

8 klst.

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu fara þátttakendur í eins konar ferðalag um heiminn og skoða textíla í svokölluðum jaðarbyggðum. Hópurinn ferðast vítt og breitt um heiminn og staldrað verður við á vel völdum stöðum til að kynnast textílum og tækni. Litið verður til þess hvað er líkt með textílum sem við þekkjum í okkar menningarheimi og fjarlægum stöðum og fjallað verður um sögu og þróun.

Á námskeiðinu er fjallað um

Grænlensku búningana.
Samar - Sápmi.
Steppur Mongólíu.
Nýja Sjáland - Maorí.
Java - batík.
H- Mong í Víetnam.
Textíla í Palestínu.
Inka í Andesfjöllum.
Múmíur í Egyptalandi.
Ndebele ættflokkinn í Suður-Afríku.

Ávinningur þinn

Fróðleikur um textíla í jaðarbyggðum heims og tengingu þeirra við minnihlutahópa og daglegt líf.
Fróðleikur um tengsl textíla við verslun, samgöngur og landbúnað.
Fróðleikur um textílþróun.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á sögu textíls, fjarlægum þjóðum, litum og formi.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir er stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður. Hún er fyrrum safnstjóri byggðasafnsins Hvols á Dalvík.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Textílar á jaðrinum

Verð
32800

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu fara &thorn;&aacute;tttakendur &iacute; eins konar fer&eth;alag um heiminn og sko&eth;a text&iacute;la &iacute; svok&ouml;llu&eth;um ja&eth;arbygg&eth;um. H&oacute;purinn fer&eth;ast v&iacute;tt og breitt um heiminn og staldra&eth; ver&eth;ur vi&eth; &aacute; vel v&ouml;ldum st&ouml;&eth;um til a&eth; kynnast text&iacute;lum og t&aelig;kni. Liti&eth; ver&eth;ur til &thorn;ess hva&eth; er l&iacute;kt me&eth; text&iacute;lum sem vi&eth; &thorn;ekkjum &iacute; okkar menningarheimi og fjarl&aelig;gum st&ouml;&eth;um og fjalla&eth; ver&eth;ur um s&ouml;gu og &thorn;r&oacute;un.</span>