Staðnámskeið

Núvitund í uppeldi barna

Verð 15.200 kr.
Í gangi

Skrifstofa Endurmenntunar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 4. júlí til 2. ágúst.

Mið. 18. maí kl. 19:30 – 22:00

2.5 klst.

Bryndís Jóna Jónsdóttir, diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Núvitund (e.mindfulness) hjálpar börnum og fullorðnum við að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við núvitund barna en ekki síst hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda.

Á þessu námskeiði verður gefin innsýn í hvað núvitund snýst um, farið í æfingar sem geta hjálpað okkur sem uppalendum að vera meira hér og nú en einnig æfingar sem við getum gert með börnum og stutt þau í að viðhalda og þróa sína núvitund. Einnig verður fjallað um samkennd (e. compassion) og farið í æfingu sem eflir samkennd og jákvæðar hugsanir í eigin garð og til annarra.

Með núvitund leggjum við okkur fram um að vera andlega til staðar og upplifa lífið á meðan það er að gerast. Við tengjumst betur innávið og við aðra og kynnumst leiðum til að bregðast við fjölbreyttum aðstæðum af yfirvegun. Besta leiðin til að styðja við núvitund og vellíðan barna er að við sem uppalendur séum góðar fyrirmyndir og styrkjum okkar eigin rætur og stuðlum þannig að auknu jafnvægi í lífi barnanna.

Sýnt hefur verið fram á fjölþættan ávinning þess að tileinka sér núvitund. Meðal þess ávinnings sem rannsóknir sýna er aukin vellíðan, sjálfsöryggi, sjálfsvitund og innri friður. Það dregur úr streitu, kvíða og þunglyndi. Þá hjálpar núvitund okkur að vera betur tengd við okkur sjálf og aðra, samskipti verða innihaldsríkari og samkennd í eigin garð og annarra eflist. Segja má að núvitund sé athyglisþjálfun sem eykur m.a. einbeitingu og eflir sjón- og vinnsluminni.

Í stuttu máli má segja að núvitund hjálpi okkur að upplifa lífið á meðan það er að gerast og eykur um leið líkurnar á því að okkur líði vel og farnist vel.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvað felst í núvitund og hvernig þjálfa má núvitund.
Hvað rannsóknir segja um ávinning þess að tileinka sér núvitund og gildi þess að gefa börnum tækifæri og stuðning til að næra sína núvitund.
Hvernig við sem uppalendur getum nýtt núvitund til að stuðla að eigin jafnvægi og vellíðan ásamt því að styðja börn til að rækta með sér núvitund og velvild.
Hagnýtar æfingar fyrir börn og fullorðna sem stuðla að núvitund og velvild.

Ávinningur þinn

Aukin hugarró, einbeiting og velvild í eigin garð og til annarra.
Þekking á æfingum sem stuðlað geta að jafnvægi og vellíðan.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað foreldrum, forráðamönnum, öfum, ömmum og öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig núvitund getur verið gagnleg við uppeldi barna.

Nánar um kennara

Bryndís Jóna Jónsdóttir er núvitundarkennari á Núvitundarsetrinu og aðjúnkt á Menntavísindasviði HÍ. Hún hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, MA í náms- og starfsráðgjöf og B.Ed í grunnskólafræðum. Bryndís Jóna hefur sótt sér kennaraþjálfun og farið á fjölmörg námskeið varðandi núvitund og samkennd bæði hérlendis og erlendis. Sem dæmi má nefna Teaching training við Bangor háskóla í Wales, námskeið um núvitund og stjórnun (mindful leadership) við Institute for Mindful leadership í NY, kennaraþjálfun um núvitund og heilsu hjá Breathworks í London og sótt masterclass hjá Oxford University.
Bryndís Jóna hefur starfað að innleiðingu og þróun núvitundar í leik- grunn- og framhaldsskóla ásamt því að stunda rannsóknir á því sviði. Þá hefur hún skrifað og þýtt námsefni í núvitund fyrir börn og unglinga ásamt því að skrifa bókina Núvitund í dagsins önn.

Bryndís Jóna hefur haldið fjölmörg námskeið, vinnustofur og fyrirlestra um núvitund, heilsueflingu og jákvæða sálfræði.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Núvitund í uppeldi barna

Verð
15200

<span class="fm-plan">N&uacute;vitund (e.mindfulness) hj&aacute;lpar b&ouml;rnum og fullor&eth;num vi&eth; a&eth; takast &aacute; vi&eth; &aacute;skoranir daglegs l&iacute;fs og &ouml;&eth;last meiri hugarr&oacute; og vell&iacute;&eth;an. &Aacute; &thorn;essu stutta en hagn&yacute;ta n&aacute;mskei&eth;i f&aelig;r&eth;u inns&yacute;n &iacute; hva&eth; n&uacute;vitund er og kynnist lei&eth;um og &aelig;fingum sem stutt geta vi&eth; n&uacute;vitund barna en ekki s&iacute;st hvernig &thorn;&uacute; getur auki&eth; eigin n&uacute;vitund og styrkt &thorn;ig sem uppalanda.</span>