Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Leiðtogahæfni og breytingastjórnun

- forysta í síkviku umhverfi
Umsóknarfrestur til og með 7. febrúar 2022 Verð 295.000 kr.

Námið hefst 18. febrúar og lýkur 14. maí

60 klst.

Kristín Baldursdóttir, MA, MPM, Cand Oecon, CIA, innri endurskoðandi Landsbankans, Rúnar Helgi Andrason, Psy.D., sjálfstætt starfandi sálfræðingur og í hlutastarfi á Reykjalundi og Þór Hauksson, MPM og tölvunarfræðingur, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun og formaður Verkefnastjórnunarfélags Íslands.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Nám fyrir alla sem vilja taka forystu við að leiða árangursríkar breytingar innan skipulagsheilda. Áhersla er lögð á sjálfsþekkingu, teymissamvinnu og leiðtogafærni, tengja stjórnun breytinga við stefnumörkun skipulagsheilda og nýta aðferðafræði verkefnastjórnunar við innleiðingu breytinga.

Náminu er ætlað að auka skilning á eðli skipulagsheilda og mikilvægi þess að stýra breytingum til að stuðla að þróun þeirra og vexti. Skoðuð verða áhrif og samspil menningar, leiðtoga og teyma við innleiðingu breytinga. Unnið verður með sjálfsþekkingu og sjálfsstjórn nemenda og þeir þjálfaðir í að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar við að skipuleggja og leiða breytingar. Meðfram lotum námsins verður ACT (Acceptance and Commitment Therapy) hugmyndafræðin kennd. Kjarninn í nálguninni er að einstaklingur sætti sig við þá þætti í lífinu sem hann hefur ekki stjórn á en taki um leið meðvitaða ákvörðun um að framkvæma það sem eykur lífsgæði viðkomandi. Markmiðið er að einstaklingar auðgi líf sitt og geri það innihaldsríkara um leið að tekist er á við þær áskoranir sem verða á veginum.

Markmið

Að nemandi:
• Fái innsýn í eiginleika skipulagsheilda og öðlist grunnfærni í að móta stefnu og setja markmið til að stuðla að viðgangi skipulagsheilda.
• Öðlist skilning á eðli breytinga og kynnist nokkrum af þekktustu kenningum á sviði breytingastjórnunar.
• Læri að forgangsraða verkefnum með hliðsjón af stefnumörkun.
• Öðlist grunnfærni í að nýta sér aðferðafræði verkefnastjórnunar við að skipuleggja og stjórna verkefnum til að innleiða breytingar.
• Fái dýpri skilning á viðfangsefnum stjórnenda og leiðtoga og hvaða hlutverki þeir gegna við innleiðingu breytinga.
• Kynnist leiðum til að auka sjálfsþekkingu sína og sjálfsstjórn í því augnamiði að bæta samskipti og árangur.
• Læri leiðir til að gangast við óþægilegum tilfinningum og hugsunum sem hluta af lífinu.
• Lifi í samræmi við það sem skiptir viðkomandi máli (gildi).
• Auki þekkingu sína á þroska og þróun teyma og kynnist leiðum til að hvetja teymi og veita liðsmönnum uppbyggjandi endurgjöf.
• Fái aukna meðvitund um áhrif menningar við stjórnun teyma og innleiðingu breytinga.
• Öðlist skilning á áherslum þjónandi forystu við stjórnun teyma og innleiðingu breytinga.

Kennslufyrirkomulag

Staðlotur fara fram á tveggja vikna fresti, á föstudögum frá kl. 13:00 -17:00 og laugardagsmorgnum frá kl. 9:00 – 13:00. ACT hluti námsins fer fram utan staðlota, í fjarkennslu í rauntíma gegnum Zoom og dreifist yfir námstímann.

Kennslan er byggð upp með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Í hverri staðlotu verður lögð áhersla á að flétta umfjöllun um stjórnun og leiðtogahæfni saman við hagnýtar aðferðir verkefnastjórnunar. Nemendur vinna með raunhæf verkefni og fá þjálfun í að beita kenningum og aðferðum sem til umfjöllunar eru hverju sinni. Í ACT hluta námsins verður unnið með sjálfsþekkingu, sjálfsrækt og sjálfsstjórn nemenda. Unnið verður með raunhæf verkefni og fá nemendur þjálfun í að beita kenningum og aðferðum sem til umfjöllunar eru hverju sinni.

Kennt verður á eftirfarandi dögum:
18. og 19. febrúar - staðkennsla
24. febrúar - Zoom (kl. 15:00 - 17:00)
4. og 5. mars - staðkennsla
10. mars - Zoom (kl. 13:00 - 17:00)
18. og 19. mars - staðkennsla
1. og 2. apríl - staðkennsla
7. apríl - Zoom (kl. 13:00 - 17:00)
29. og 30. apríl - staðkennsla
5. maí - Zoom (kl. 15:00 - 17:00)
13. og 14. maí - staðkennsla

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Fjarnám

ACT hluti námsins er í fjarkennslu í rauntíma í gegnum Zoom. Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Fyrir hverja

Námið er ætlað stjórnendum í fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í síbreytilegu umhverfi og svara kröfum viðskiptavina, starfsmanna, eigenda og annarra hagsmunaaðila um breytingar.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag, meðal annars með kortaláni til allt að 36 mánaða.
Allar nánari upplýsingar varðandi greiðslufyrirkomulag gefur Jóhanna Árnadóttir gjaldkeri í síma 525-5295 eða tölvupósti: jarnadottir@hi.is

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF).

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leiðtogahæfni og breytingastjórnun

Verð
295000

<span class="fm-plan">N&aacute;m fyrir alla sem vilja taka forystu vi&eth; a&eth; lei&eth;a &aacute;rangursr&iacute;kar breytingar innan skipulagsheilda. &Aacute;hersla er l&ouml;g&eth; &aacute; sj&aacute;lfs&thorn;ekkingu, teymissamvinnu og lei&eth;togaf&aelig;rni, tengja stj&oacute;rnun breytinga vi&eth; stefnum&ouml;rkun skipulagsheilda og n&yacute;ta a&eth;fer&eth;afr&aelig;&eth;i verkefnastj&oacute;rnunar vi&eth; innlei&eth;ingu breytinga.</span>