Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Bókaranám - frá grunni til aðalbókara

Þrjú þrep
Verð 889.000 kr.
Nýtt

Námið hefst 15. sept. með fyrsta þrepinu og lýkur með þriðja þrepi 5. maí 2022. Hvert þrep er hægt að sækja sem stakt námskeið eða hvert á eftir öðru fyrir þá sem vilja læra að færa bókhald frá gunni.

244 klst.

Sjá upplýsingar um faglega umsjón og kennara í kennsluskrá (PDF) námsins.

Alla jafna er námið kennt í rauntíma í Zoom.

Námsbraut

Í samstarfi við Bókhald og kennslu ehf.

Bókaranám þar sem áhersla er lögð á að nemendur læri að færa bókhald og öðlist þekkingu á grunnatriðum laga sem og meginatriðum bókhaldskerfa. Í kennslunni eru bókhaldsforritin Regla og DK kynnt/notuð og einnig fleiri forrit. Námið byggir á þremur þrepum. Umsækjendum sem hafa haldgóða reynslu við bókhaldsstörf gefst kostur á persónulegri ráðgjöf varðandi hvaða þrep er heppilegast fyrir viðkomandi að sækja um. Boðið verður upp á þekkingarpróf eða mat á hæfni nemenda til að aðstoða umsækjendur við að staðsetja sig út frá eigin reynslu, þekkingu og færni.

Nemendur fá aðgang að bókhaldsgögnum sem eru sérstaklega hönnuð fyrir námið.
Námið skiptist í þrjú þrep, sem geta bæði staðið sem sjálfstætt námskeið eða þrepaskipt nám eftir erfiðleikastigi þar sem grunnurinn er kenndur í fyrsta þrepi.

Bókaranám – grunnur (fyrsta þrep) - Hófst 15. september, dagsetningar fyrir nýtt námskeið birtast hér fljótlega.
Bókari sem hefur færni til að færa bókhald í bókhaldskerfi og reikningslyklamerkja.

Bókaranám – afstemmingar (annað þrep) -
Umsóknarfrestur til 31. janúar 2022.
Bókari sem getur gengið frá bókhaldi í hendur uppgjörsaðila með öllum afstemmingum.

Bókaranám – aðalbókarinn
(þriðja þrep) - Umsóknarfrestur til 6. mars 2022.
Aðalbókari sem getur annast skattskil einstaklinga/örfélaga og kann grunnatriði í ársreikningagerð.

Markmið

Að nemendur fái þjálfun og kennslu sem líkir eftir raunverulegu umhverfi í bókhaldsdeild og að þeir verði hæfir til að beita þekkingu sinni í starfi að loknu námi.

Kennslufyrirkomulag

Námið er að mestu leyti kennt í gegnum Zoom í rauntíma. Einstaka tímar verða þó í staðnámi. Ítarlegar upplýsingar um kennsludaga er að finna í kennsluáætlun hvers þreps.
Alla jafna er kennt þrisvar til fjórum sinnum í viku frá kl. 9:00 – 12:00
. Kennslan er í formi fyrirlestra að hluta en í formi verklegra æfinga að mestu leyti.
Námið er samtals 244 klst. sem skiptist þannig að fyrsta þrep er 135 klst., annað þrep 41 klst. og þriðja þrepið er 68 klst.

Námsmat

Þekkingarmat: Próf/könnun þar sem nemanda gefst kostur á að sannreyna þekkingu sína og færni með prófi/könnun. Nemandi þarf að ljúka hverjum hluta fyrir sig með lokaeinkunn að lágmarki 7,0. Viðvera og virkni allra námskeiða/þrepa er ígildi tveggja mánaða vinnu í bókhaldsdeild.

Fjarnám

Alla jafna er námið kennt í rauntíma í gegnum Zoom.

Tækjabúnaður

Nemendur þurfa að hafa aðgang að góðri tölvu með lyklaborði og möguleika á að sækja bókhaldsforrit, einnig gott að hafa uppsetta nýlega útgáfu af Excel töflureikni. Mikilvægt er að hafa aðgang að öflugri nettengingu, góðum heyrnartólum með míkrófóni og vefmyndavél meðan á náminu stendur. Gert er ráð fyrir rafrænum heimaprófum/könnunum.

Fagráð

Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og eigandi Bókhalds og kennslu ehf.
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir, viðskiptafræðingur.
Heiðar Þór Karlsson, MCC endurskoðun, Deloitte.
Snorri Jónsson er viðskiptafræðingur MBA og MCC reikningshald og endurskoðun.
Elín Pálmadóttir, löggiltur endurskoðandi, PWC.
Atli Þór Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi, PWC.
Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Margrét Friðþjófsdóttir, fulltrúi frá FVB, viðurkenndur bókari, eigandi bókhaldsstofu Sigmar.

Fyrir hverja

Bókaranám – grunnur (fyrsta þrep): Hentar þeim sem vilja hafa grunnþekkingu á að starfa í bókhaldsdeildum og færa bókhald, vinna í uppsetningu samþykktakerfa, innlestri rafrænna reikninga og B2B, vera færir um að reikningslyklamerkja, gera sölureikninga og reikna laun.Námið er fyrir þá sem vilja þekkja helstu kerfi sem notuð eru og þá tækni sem felst í nútímavinnubrögðum og einnig fyrir þá aðila sem eru í sjálfstæðum rekstri og vilja færa bókhaldið sitt sjálfir eða skyldmenna sinna, hvort sem er í eigin nafni eða í nafni félaga.
Bókaranám – afstemmingar (annað þrep): Hentar þeim sem vilja starfa í bókhaldsdeildum og klára allar afstemmingar fyrir uppgjörsaðila.
Bókaranám – aðalbókarinn (þriðja þrep): Hentar þeim sem stefna á að verða aðalbókarar og eða selja út vinnu sína til þriðja aðila í bókhaldi og uppgjörum fyrir örfélög, einstaklingsframtöl og einstaklinga í rekstri. Einnig fyrir þá sem eiga og reka félög eða vinna í bókhaldsdeildum þar sem félögin vilja að uppgjörin séu unnin innanhúss.

Umsókn

Sótt er um á slóð hvers þreps fyrir sig.

Greiðslufyrirkomulag

Þeir sem ljúka öllum þrepum námsins fá 20% afslátt af þriðja þrepinu.
Við upphaf hvers þreps er gefinn út reikningur fyrir þeim hluta sem sóttur er hverju sinni. Hægt er að greiða með kortaláni til allt að 36 mánaða.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Bókaranám - frá grunni til aðalbókara

Verð
889000

<span class="fm-plan">B&oacute;karan&aacute;m &thorn;ar sem &aacute;hersla er l&ouml;g&eth; &aacute; a&eth; nemendur l&aelig;ri a&eth; f&aelig;ra b&oacute;khald og &ouml;&eth;list &thorn;ekkingu &aacute; grunnatri&eth;um laga sem og meginatri&eth;um b&oacute;khaldskerfa. &Iacute; kennslunni eru b&oacute;khaldsforritin Regla og DK kynnt/notu&eth; og einnig fleiri forrit. N&aacute;mi&eth; byggir &aacute; &thorn;remur &thorn;repum. Ums&aelig;kjendum sem hafa haldg&oacute;&eth;a reynslu vi&eth; b&oacute;khaldsst&ouml;rf gefst kostur &aacute; pers&oacute;nulegri r&aacute;&eth;gj&ouml;f var&eth;andi hva&eth;a &thorn;rep er heppilegast fyrir vi&eth;komandi a&eth; s&aelig;kja um. Bo&eth;i&eth; ver&eth;ur upp &aacute; &thorn;ekkingarpr&oacute;f e&eth;a mat &aacute; h&aelig;fni nemenda til a&eth; a&eth;sto&eth;a ums&aelig;kjendur vi&eth; a&eth; sta&eth;setja sig &uacute;t fr&aacute; eigin reynslu, &thorn;ekkingu og f&aelig;rni.</span>