Sálgæsla

- diplómanám á meistarastigi

Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.

Námið hefst á haustmisseri 2023.

Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Vigfús Bjarni Albertsson

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Í samvinnu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands

Markmið

Veita nemendum innsýn í grunnatriði sálgæslu með einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Námið byggir á að greina og vinna með trúar- og tilvistarþarfir, upplifanir og úrvinnslu reynslu.

Kennslufyrirkomulag

Námið samanstendur af fjórum námskeiðum; Viðfang sálgæslu, Að veita og þiggja sálgæslu, Áfallavinna og eftirfylgd og Persónumörk, heilbrigði og viðhald í starfi. Hvert námskeið er kennt í tveimur fjögurra daga kennslulotum, frá mánudegi til fimmtudags, kl. 9:00-14:00. Krafist er 80% viðveru í hverri kennslulotu, efnislegrar þekkingar á námsefninu, þátttöku í umræðutímum og í æfingum. Nemendur þurfa að skila verkefnum og standast próf. Hvert námskeið samsvarar 10 ECTS einingum.

Fagráð

Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ
Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, faglegur umsjónarmaður
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri hjá EHÍ
Sigríður Guðmarsdóttir, lektor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ
Sólveig Anna Bóasdóttir, deildarforseti og prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ
sr. Vigfús Bjarni Albertsson, faglegur umsjónarmaður

Fyrir hverja

Fyrir þá sem lokið hafa háskólaprófi, til dæmis á sviðum kirkjustarfs, heilsugæslu, kennslu, stjórnunar, félagsþjónustu og löggæslu. Námið er hægt að fá metið til eininga á meistarastigi sem hluti af námi til MA-prófs við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ fyrir þá sem uppfylla skilyrði deildar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sálgæsla

Verð
0

<span class="fm-plan"><a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://mailchi.mp/hi.is/co0i1asqc1">Skr&aacute;&eth;u &thorn;ig &aacute; p&oacute;stlista til a&eth; f&aacute; tilkynningu &thorn;egar opnar fyrir ums&oacute;knir.</a></span>