Valmynd
Námið hefst 20. ágúst 2024 og lýkur með útskrift í júní 2026.
ATH! Umsóknarfrestur er liðinn.
Í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands og byggir á lögum um sölu fasteigna og skipasölu nr. 70/2015.
Námið samsvarar 90 ECTS einingum.
Réttindanám til löggildingar fasteigna- og skipasala er fjögurra missera námsbraut sem undirbýr þá sem ætla sér að sækja um löggildingu til fasteigna- og skipasölu og aðra þá sem vilja öðlast meiri þekkingu á þessu sviði.
Alla jafna er eitt námskeið kennt í einu og því lýkur með prófi og/eða verkefni áður en næsta námskeið hefst. Námið byggir á fyrirlestrum á neti og vinnustofum. Nemendur þurfa að mæta í vinnustofur í hverju námskeiði, ýmist í kennslustofu eða á netinu í rauntíma og fjöldi þeirra fer eftir umfangi námskeiða. Í upphafi hvers misseris fá nemendur upplýsingar um dag- og tímasetningar og form vinnustofanna. Vinnustofur fara fram eftir hádegi á þriðjudegi eða laugardegi. Á fjórða misseri má gera ráð fyrir fleiri vinnustofum í námskeiðum og því aukinni viðveru nemenda í kennslustofu.
Námsmat námskeiða byggir á verkefnavinnu, prófum og virkni. Nemandi telst ekki hafa staðist námskeið hljóti hann lægri einkunn en 6. Rétt til að hefja nám á öðru, þriðja og fjórða misseri hljóta nemendur sem hafa staðist öll námskeið næsta misseris á undan með a.m.k. 7 í meðaleinkunn.
Áslaug Björt Guðmundardóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ
Gunnar Atli Gunnarsson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands
Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala
Jóhanna Rútsdóttir, námsstjóri hjá EHÍ
Þórdís Halla Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ
Inntökuskilyrði í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala er stúdentspróf eða sambærileg menntun – a.m.k. af þrepi 3 í hæfniramma um íslenska menntun.
Skilyrði þess að geta öðlast löggildingu sem fasteigna- og skipasali eru tilgreind í 3. gr. laga nr. 70 frá 2015.
Umsóknir eru metnar af fagráði. Með umsókn þarf að fylgja:
Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.
Nánari upplýsingar um námið má finna í námsvísi (PDF).
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.