null
Fréttir

Útskrift hjá Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

Það var gleði og gaman hjá nemendahópnum í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun sem útskrifaðist 20. maí síðastliðinn. Námið er kennt í fjórum lotum yfir tvö misseri og snýst stór hluti þess um ýmis konar samskipti sem æfð eru með raunverkefnum. Nemendur eiga því til að mynda náin sambönd sín á milli sem getur verið mikilvægur hlekkur í tengslaneti nemendanna löngu eftir að náminu lýkur. Kristín J. Njarðvík, Endurmenntunarstjóri, var með stutt ávarp þar sem hún hrósaði nemendum fyrir hugrekkið sem felst í því að demba sér í nám á óvissutímum Covid og umsjónarmenn námsins, doktorarnir Helgi Þór Ingason og Haukur Ingi Jónasson, þökkuðu nemendum fyrir sveigjanleika og þrautseigju í gegnum síbreytilegt nám fjar- og staðkennslu. Opið er fyrir umsóknir í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun næsta árs sem hefst 20. september og mun ljúka með útskrift í júní 2022. Nú þegar meiri stöðugleiki er að færast yfir samfélagið má búast við að námið verði eins og best verður á kosið með líflegri staðkennslu og skemmtilegum verkefnum í góðum nemendahópi. Áhugasamir eru hvattir til að lesa meira um tilhögun námsins HÉR.

Verð