null
Fréttir

Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Viðburður 10. mars

Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Fimmtudaginn 10. mars ætlar Endurmenntun Háskóla Íslands að standa fyrir viðburði með Vali Gunnarssyni sagnfræðingi þar sem öllum helstu spurningum um Úkraínustríðið verður svarað. Hvað er þetta Donbass svæði sem deilt er um, hver er munurinn á Rússum og Úkraínumönnum í raun og hvað er það sem Pútín gengur eiginlega til?

Fáir eru jafn vel í stakk búnir að fræða okkur um þetta nýja stríð en Valur Gunnarsson lærði Rússlandsfræði við Háskólann í Helsinki sem hluta af BA námi í sagnfræði og skrifaði meistararitgerð sína við Kúrasstofnunina í Kænugarði. Hann hefur ferðast um lönd þau sem eitt sinni tilheyrðu Sovétríkjunum í yfir 20 ár og verið búsettur í nokkrum þeirra. Hann er höfundur bókarinnar Bjarmalönd: Rússland, Úkraína og nágrenni í fortíð, nútíð og framtíð.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20 fimmtudaginn 10. mars í húsi Endurmenntunar á Dunhaga 7. Viðburðurinn er gjaldfrjáls og honum verður einnig streymt í gegnum Zoom fyrir þá sem komast ekki á staðinn. Skráning fer fram HÉR.

Verð