null
Fréttir

Lokaverkefni nemenda í Ökukennaranámi

Nemendur í Ökukennaranámi Endurmenntunar sem hófst haustið 2020 kynntu lokaverkefni sín á dögunum og var dagskráin hlaðin fjölbreyttum og áhugaverðum kynningum á hinum ýmsu hliðum akstursfræða. Þó nokkrir einblíndu á leiðir til að draga úr áfengis- og vímuefnaakstri á Íslandi sem er ávallt mikilvægt viðfangsefni og því var velt upp hvort lækkun refsimarka áfengis í blóði úr 0,5 í 0,2 prómill myndi draga úr ölvunarakstri. Nokkrir nemendur tóku fyrir notkun farsíma við akstur og hvort ráð væri að banna alla farsímanotkun við stýrið. Í takt við breytilega tíma sáust kynningar um sjálfkeyrandi bíla og lækkun hámarkshraða í umferðinni en bæði atriði hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið. Hvernig lítur framtíð ökukennslu út þegar ökumennirnir sjálfir eru orðnir óþarfi? María Carmen Magnúsdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundardóttir kynntu hugmyndir um umferðarfræðslu í grunnskólum og Guðjón Bjarki Guðjónsson ræddi um áhættusækni og æsihneigð ungmenna í umferðinni. Það var því mikið fjör og skemmtilegar umræður sem mynduðust hjá hópnum en öll stóðu sig með prýði og geta verið stolt af því að klára þennan stóra áfanga. Útskrift er áætluð í desember og lítur allt út fyrir að framtíð þessara nýju ökukennara sé björt með einsdæmum.

Verð