null
Fréttir

Frábær byrjun á haustmisseri

Ein af aðaláherslum Endurmenntunar hefur ávallt verið að bjóða upp á sem fjölbreyttasta dagskrá námskeiða á hverju misseri og er engin undantekning á núna á komandi hausti. Markmiðið með þessu frábæra úrvali er að tryggja það að flestallir sem eru að leita sér að fræðslu finni námskeið eða nám við sitt hæfi, hvort sem það er að styrkja sig í starfi, efla og næra sjálfið eða einfaldlega læra eitthvað nýtt og skemmtilegt til að auðga andann. Við erum því stolt að kynna framboð haustmisserisins þar sem glæný og spennandi námskeið fá að líta dagsins ljós eins og t.d. Textílsaga fyrir kennara, Saga Borgarættarinnar, Hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðurinn, Asana, Rússneska og Kóreska fyrir byrjendur, Siðfræði náttúruverndar, Áhættustýring í heimilisbókhaldi, Velferð – jákvæð sálfræði fyrir starfsfólk skóla og Að ferðast ein um heiminn.

Snemma í september fara svo af stað gamalkunn og sívinsæl námskeið eins og Jákvæð heilsa, Byrjaðu í golfi, Núvitundarnámskeið, Spænska I, Excel – fyrstu skrefin, Kraftmiklar kynningar og framkoma á netinu, Öflugt sjálfstraust, Heimili og hönnun, Verkefnastjórnun, Hugleiðsla og jógaheimspeki og Outlook – nýttu möguleikana.    

Bókaranámið okkar hefur verið betrumbætt og þróað til að mæta nýjum áskorunum í bókhaldsgeiranum og hefst fyrsta þrepið þann 15. september. Námið er byggt upp af þremur þrepum sem hægt er að sækja sem stök námskeið eða sem hluta af heildarnáminu.

Umsóknarfrestur í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, Fjármál og rekstur, Leiðsögunám og Leiðtogahæfni og breytingastjórnun er til 20. ágúst og við hvetjum áhugasama til að kynna sér þessar frábæru námsbrautir.  

Verð