null
Fréttir

Evrópuráðstefna um jákvæða sálfræði og nýjar námslínur

Endurmenntun stóð vaktina á Evrópuráðstefnunni í jákvæðri sálfræði (ECPP) sem hófst 30. júní en um 1500 manns frá hinum ýmsu löndum komu saman til að efla tengslanetin og hlusta á helstu sérfræðinga heims á sviðinu. Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og forseti evrópusamtaka um jákvæða sálfræði, opnaði ráðstefnuna á fimmtudeginum með frábæru ávarpi sem lét engan ósnertan. Samkvæmt rannsóknum ríkir óvenju mikið þunglyndi meðal Íslendinga og á því umræða um jákvæða sálfræði einstaklega vel við samfélagið í dag. Dóra Guðrún hefur kennt jákvæða sálfræði hjá Endurmenntun um árabil og er sífellt að þróa námið sitt áfram en gaman er að segja frá því að fimm glænýjar námslínur undir hennar kennslustjórn munu líta dagsins ljós á næstu misserum.

Í haust verða á dagskrá tvær námslínur, annars vegar Jákvæð sálfræði og jákvæð sálfræðiíhlutun - fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kennd verður á íslensku og hins vegar Introduction to Positive Psychology and the Science of Well-Being sem kennd verður á ensku. Eftir áramót fer af stað önnur íslensk námslína, Jákvæð forysta og jákvæð sálfræði á vinnustað - fyrir stjórnendur og sérfræðinga á mannauðssviði og tvær á ensku, Positive Leadership and Positive Psychology at Work og Positive Society - Well-Being Society - Creating the World we Want to Live in sem byggð er á bókinni Creating the world we want to live in – How Positive Psychology Can Build a Brighter Future sem Dóra Guðrún skrifaði ásamt öðrum sérfræðingum í faginu.

Það er ánægjulegt að geta tekið þátt í þessari spennandi þróun á náminu í góðu samstarfi við Dóru Guðrúnu og það verður sérlega áhugavert að færa út kvíarnar og kynna framboð Endurmenntunar úti í hinum stóra heimi.

Verð