Fréttir

Viltu sofa betur?

Viltu sofa betur?

Góður nætursvefn er afar mikilvægur fyrir heilsu okkar og líðan. Margir glíma þó við svefnvandamál af ýmsum toga. Í febrúar verður Erla Björnsdóttir sálfræðingur með þrjú mismunandi námskeið þessu tengd:

Lyfjalaus meðferð við svefnleysi er sérstaklega ætlað fagfólki sem sinnir einstaklingum er glíma við svefnvandamál. Námskeiðið Betri svefn – hamingjusamari unglingar er ætlað unglingum og forráðamönnum þeirra en þar verður sérstaklega fjallað um svefn unglinga og þau atriði sem mestu skipta fyrir góðan nætursvefn. Loks er Betri svefn – grunnstoð heilsu fyrir alla þá sem vilja fræðast um mikilvægi svefns fyrir heilsu og líðan og fá góð ráð til að bæta eigin svefnvenjur.

Smellið á námskeiðsheitin og fáið nánari upplýsingar og aðgang að skráningarforminu.

0