Fréttir

Til hamingju kandídatar

Til hamingju kandídatar

Það var hátíðardagur hjá okkur föstudaginn 9. febrúar síðastliðinn þegar 110 kandídatar brautskráðust við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Þar af voru 77 kandídatar úr námi til löggildingar fasteigna- og skipasala en aldrei hafa fleiri útskrifast á sama tíma úr því námi. 33 kandídatar útskrifuðust úr Leiðsögunámi á háskólastigi.

Fagmennska í fyrirrúmi

Við upphaf athafnarinnar ávarpaði Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri nemendur og gesti og þakkaði m.a. samstarfsaðilum Endurmenntunar sem koma að þróun og utanumhaldi námsbrauta fyrir afar ánægjulegt og mikilvægt samstarf.

Hátíðarræðumaður dagsins var Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala sem talaði m.a. um mikilvægi nýrra laga sem krefjast löggildingu allra sem sjá um sölu fasteigna enda séu fasteignakaup stærstu kaup flestra á lífsleiðinni og nauðsynlegt að hafa fagmennsku í fyrirrúmi.

Jón Sigfús Sigurjónsson, kandídat úr leiðsögunámi hélt ávarp fyrir hönd nemenda. Hann talaði einnig um mikilvægi fagmennsku, bæði í starfi leiðsögumanna sem og fasteignasala, og fagnaði góðum tengslum við deildir Háskóla Íslands sem skili framúrskarandi kennurum á hinum ýmsu fræðasviðum.

Þakkir fyrir samveruna

Við óskum öllum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og þökkum þeim fyrir samveruna undanfarin misseri

Kandídatar úr Leiðsögunámi á háskólastigi

Kandídatar úr námi til löggildingar fasteigna- og skipasala

Enn fleiri myndir frá útskriftardeginum

0