Fréttir

Jón Thors vann

Jón Thors vann

Dregið hefur verið í happdrætti í tengslum við útgáfu bæklingsins Fróðleikur og skemmtun sem kom út í byrjun janúar. Jón Thors datt í lukkupottinn og hlaut gjafabréf að verðmæti 15.000 krónur. Allir sem höfðu skráð sig á námskeið úr bæklingnum fyrir lok janúar voru í pottinum. 

Jón hefur verið fastagestur á Íslendingasagnanámskeiðum Endurmenntunar til fjölda ára. Hann hefur sótt námskeið hjá Jóni Bö, Magnúsi Jónssyni, Ármanni Jakobssyni og núna hjá Torfa Tuliníus og er ánægður með þá alla.

Jón hefur einnig sótt nokkur önnur námskeið hjá Endurmenntun en gjafabréfið ætlar hann að nýta í námskeiðsgjaldið á Færeyinga sögu sem hann sækir nú á þriðjudagskvöldum. 

0