Fréttir

Íbúðaskipti og Tenerife

Íbúðaskipti og Tenerife

Snæfríður Ingadóttir ferðalangur með meiru verður með tvö námskeið hjá okkur á þessu misseri. Í lok janúar endurtekur hún vinsæla námskeiðið Íbúðaskipti sem er sérstaklega ætlað þeim sem vilja fá öðruvísi upplifun á ferðalögum sínum og um leið spara peninga og í lok febrúar verður á dagskrá námskeið hennar um ævintýraeyjuna Tenerife sem hún hefur heimsótt nokkrum sinnum. Þar verður m.a. fjallað um hugmyndir að góðum gönguleiðum á eyjunni og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, náttúrulaugar, pýramída, regnskóga, bananabúgarða og aðra áhugaverða staði. Einnig verður farið yfir hvenær heppilegast er að fara til Tenerife, hvar er gott að vera og hvernig best er að ferðast um eyjuna.

 

Snæfríður er að leggja lokahönd á tvær bækur, önnur er ferðabók um Tenerife og hin um íbúðaskipti. Snæfríður var í skemmtilegu viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1 í vikunni. Viðtalið byrjar á 1:30 mínútu.

0