Fréttayfirlit
Fróðleikur og skemmtun á vormisseri 2021
Í dag kom út hjá Endurmenntun glæsilegur rafrænn bæklingur um allt það helsta sem er á döfinni á vormisseri í flokknum persónuleg hæfni. Bæklingurinn er veglegri en áður þar sem við höfum bætt við nokkrum vel völdum námskeiðum fyrir atvinnulífið og einnig sett inn úrval styttri námslína sem fara af stað núna á næstunni.
Óvænt heimsókn á forvitnilegt námskeið
Það er aldrei að vita hverju von er á hér hjá Endurmenntun og það sannaði sig heldur betur um daginn þegar sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leit við á námskeiði Illuga Jökulssonar, Hvað ef?
Íslendingar í sérstöðu þegar kemur að fornsögum
Kennararnir þrír í sívinsælu Íslendingasagnanámskeiðunum okkar komu öll saman á fundi nú á dögunum og gafst okkur tækifæri til að spjalla örlítið við þau um gang mála.
Gefðu upplifun um jólin
Senn líður að jólum og margir farnir að huga að jólagjöfum ársins. Á heimasíðunni okkar eru sífellt að bætast inn spennandi námskeið á vormisseri sem eru tilvalin gjöf fyrir fróðleiksfúsa.
Flutningur lokaverkefna verðandi ökukennara
Þann 6. desember nk. útskrifast nemendur úr námsbrautinni Ökukennaranám til almennra réttinda. Ökukennaranámið er þriggja missera námsbraut sem er ætluð þeim sem vilja afla sér þekkingar og hæfni til þess að fá löggildingu til að annast ökukennslu fyrir flokk B (fólksbifreið/sendibifreið).
Þrír nemendur útkskrifast með meistaragráðu úr hagnýtri jákvæðri sálfræði
Ragnhildur Jónsdóttir, Svandís Sturludóttir og Ingrid Kuhlman, fyrrverandi nemendur í Jákvæðri sálfræði – diplómanám á meistarastigi héldu áfram námi sínu og útskrifuðust með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University.